Hugur - 01.06.2011, Blaðsíða 80
78
Róbert Jack
II. ,yÆstarstiginn “ í stuttu máli
Samdrykkja Platons samanstendur af sex ræðum um ástina, ef undanskilin er ölv-
uð lofræða Alkibíadesar um Sókrates. Mikilvægust er lokaræða Sókratesar sem
er endursögn á því sem Díótíma nokkur kenndi honum þegar hann var ungur.
Díótíma skilur ástina nokkuð öðrum skilningi en hinir fimm ræðumennirnir á
undan og hún talar um nokkrar leiðir sem feta má í ástarmálum. „Ástarstiginn"
er svo hápunkturinn í máli Díótímu en þar gerir hún grein fyrir því hvernig má
„feta rétta leið í ástarmálum“ (2iic).7
Greinargerðin fyrir stiganum sjálfum er í tvennu lagi, fyrst er almenn lýsing
(2ioa-2iib) og svo er samantekt. Samantektin hljóðar svona:
Að feta rétta leið í ástarmálum - eða láta annan leiða sig inn á hana -
felst þá í þessu: maður leggur af stað frá fögrum jarðneskum hlutum,
með hina handanverðu fegurð sem stefnumark, fetar sig æ uppávið og
notar áfangana á leiðinni eins og fótstall: frá einum fögrum líkama til
tveggja og frá tveimur til allra fagurra líkama; áfram frá fögrum lík-
ömum upp til fagurra lífshátta, og frá lífsháttunum til fagurra vísinda,
og frá vísindunum til þess að hafna að endingu í þessari hinstu vitneskju
sem er ekki vitneskja um neitt annað en hið fagra sjálft, svo að um síðir
skynjar maður sjálft eðli hins fagra. (2110)
Hér virðist um sex þrep að ræða sem eru skilgreind eftir viðfangi ástarinnar:
(1) ást á einum fögrum líkama, (2) ást á tveimur fögrum líkömum, (3) ást á öllum
fögrum líkömum, (4) ást á fögrum lífsháttum, (5) ást á fögrum vísindum og (6) ást
á hinu fagra sjálfu. Vandi þeirra sem vilja skilja „ástarstigann" nákvæmlega er hins
vegar sá að almenna lýsingin er eldd alveg samhljóða samantektinni.
Almenna lýsingin byrjar á sama stað og samantektin, þ.e. með ást á einum
líkama. Þá er talað um ást á öllum líkömum en ekki er talað um millistigið, ást á
tveimur líkömum.8 Þannig virðist almenna lýsingin hafa tvö líkamsstig en saman-
tektin þrjú. Næst beinist ástin að sálum sem ekki eru nefndar í samantektinni en
í kjölfar þess er hinn ástfangni „tilneyddur að skoða hið fagra í lífsháttum (év toí<;
é7Uir|8EÚpaGi) og siðvenjum (toí<; vópot<;)“ (2100). Hér er vandinn hvort skilja á
sálir annars vegar og lífshætti og siðvenjur hins vegar sem þætti í einu stigi eða
sem mismunandi stig en rökin fyrir einu stigi eru meðal annars þau að einungis
er talað um lífshætti í samantektinni. Lítill ágreiningur er svo um stigin sem eftir
eru í almennu lýsingunni, því þau virðast vera tvö og samsvara vísindum og hinu
fagra sjálfu í samantektinni.
7 Platon 1999. Allar beinar tilvitnanir eru í þessa þýðingu Eyjólfs Kjalars Emilssonar nema annað
sé tekið fram.
8 Foley heldur þó fram því óalgenga viðhorfi að í almennu lýsingunni felist þrjú h'kamsstig eins og
í samantektinni. Sjá Foley 20x0: 60.