Hugur - 01.06.2011, Blaðsíða 80

Hugur - 01.06.2011, Blaðsíða 80
78 Róbert Jack II. ,yÆstarstiginn “ í stuttu máli Samdrykkja Platons samanstendur af sex ræðum um ástina, ef undanskilin er ölv- uð lofræða Alkibíadesar um Sókrates. Mikilvægust er lokaræða Sókratesar sem er endursögn á því sem Díótíma nokkur kenndi honum þegar hann var ungur. Díótíma skilur ástina nokkuð öðrum skilningi en hinir fimm ræðumennirnir á undan og hún talar um nokkrar leiðir sem feta má í ástarmálum. „Ástarstiginn" er svo hápunkturinn í máli Díótímu en þar gerir hún grein fyrir því hvernig má „feta rétta leið í ástarmálum“ (2iic).7 Greinargerðin fyrir stiganum sjálfum er í tvennu lagi, fyrst er almenn lýsing (2ioa-2iib) og svo er samantekt. Samantektin hljóðar svona: Að feta rétta leið í ástarmálum - eða láta annan leiða sig inn á hana - felst þá í þessu: maður leggur af stað frá fögrum jarðneskum hlutum, með hina handanverðu fegurð sem stefnumark, fetar sig æ uppávið og notar áfangana á leiðinni eins og fótstall: frá einum fögrum líkama til tveggja og frá tveimur til allra fagurra líkama; áfram frá fögrum lík- ömum upp til fagurra lífshátta, og frá lífsháttunum til fagurra vísinda, og frá vísindunum til þess að hafna að endingu í þessari hinstu vitneskju sem er ekki vitneskja um neitt annað en hið fagra sjálft, svo að um síðir skynjar maður sjálft eðli hins fagra. (2110) Hér virðist um sex þrep að ræða sem eru skilgreind eftir viðfangi ástarinnar: (1) ást á einum fögrum líkama, (2) ást á tveimur fögrum líkömum, (3) ást á öllum fögrum líkömum, (4) ást á fögrum lífsháttum, (5) ást á fögrum vísindum og (6) ást á hinu fagra sjálfu. Vandi þeirra sem vilja skilja „ástarstigann" nákvæmlega er hins vegar sá að almenna lýsingin er eldd alveg samhljóða samantektinni. Almenna lýsingin byrjar á sama stað og samantektin, þ.e. með ást á einum líkama. Þá er talað um ást á öllum líkömum en ekki er talað um millistigið, ást á tveimur líkömum.8 Þannig virðist almenna lýsingin hafa tvö líkamsstig en saman- tektin þrjú. Næst beinist ástin að sálum sem ekki eru nefndar í samantektinni en í kjölfar þess er hinn ástfangni „tilneyddur að skoða hið fagra í lífsháttum (év toí<; é7Uir|8EÚpaGi) og siðvenjum (toí<; vópot<;)“ (2100). Hér er vandinn hvort skilja á sálir annars vegar og lífshætti og siðvenjur hins vegar sem þætti í einu stigi eða sem mismunandi stig en rökin fyrir einu stigi eru meðal annars þau að einungis er talað um lífshætti í samantektinni. Lítill ágreiningur er svo um stigin sem eftir eru í almennu lýsingunni, því þau virðast vera tvö og samsvara vísindum og hinu fagra sjálfu í samantektinni. 7 Platon 1999. Allar beinar tilvitnanir eru í þessa þýðingu Eyjólfs Kjalars Emilssonar nema annað sé tekið fram. 8 Foley heldur þó fram því óalgenga viðhorfi að í almennu lýsingunni felist þrjú h'kamsstig eins og í samantektinni. Sjá Foley 20x0: 60.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.