Hugur - 01.06.2011, Blaðsíða 123

Hugur - 01.06.2011, Blaðsíða 123
HUGUR | 23. ÁR, 20II | S. I2I-I3I Ólafur Páll Jónsson Hugsandi manneskjur 1. Gagnrýnin hugsun og hugsandi manneskjur Heimspekingum er gjarnt að persónugera ólíldegustu hluti og fyrirbæri. „Réttlæti krefst sanngirni," segir einn, eins og réttlætið geti staðið upp og krafist einhvers. „Lög boða og banna," segir annar, eins og lögin hafi rödd. „Gagnrýnin hugsun samþykkir ekki hvað sem er," segir sá þriðji, eins og það standi uppá hugsunina að samþykkja eða hafna einhverju frekar en manneskjuna sem kannski hugsar - og kannski ekki. Stundum er gagnlegt að persónugera fyrirbæri með þessum hætti því þannig er athyglinni beint að fyrirbærinu sem slíku, reynt að sjá það í ákveðn- um tærleika og án þess að tilfallandi fylgifiskar þess úr raunheimi þvælist fyrir. En þótt heimspekingum sé persónugerving af þessu tagi töm þá hnjóta ýmsir aðrir um hana og vilja jafnvel tala um atvinnusjúkdóm meðal heimspekinga. Megin- einkenni sjúkdómsins er þá að þeim, sem haldinn er honum, líður best í félags- skap hreinna hugtaka en horfir ekki til þess sem einkennir líf manneskja sem lifa á mjög efnislegri og óreiðukenndri jörð. Samkvæmt þessari sjúkdómsgreiningu er Platon líklega alræmdasti sjúklingurinn - bæði frægur, illa haldinn og stórtækur smitberi.1 Kenning hans um að innsta eðli veruleikans séu frummyndir - tærir og ómengaðir hlutir, hrein hugtök sem hlutlægur veruleiki - er kenning um að allt sem orð á festir megi þekkja af fullkomnum skýrleika en að hin óreiðukennda jörð sé einungis ófullkomin eftirmynd þessara frummynda og ekki tækt viðfang þekkingar - á henni verði einungis höfð skoðun.2 Frummyndakenning Platons var draumur um að hægt væri að hugsa skýrt um heiminn vegna þess að í eðli sínu væri hann fullkomlega skýr. Nemandi Platons, Aristóteles, hafnaði þessari hugmynd. Hann sagði að okkur væri best að gefa upp á bátinn drauminn um heim hinna hreinu, hlutlægu hugtaka og horfast í augu 1 Annar frægur sjúklingur er Descartes, en í Hugleidingum um frumspeki (Descartes 2001) lýsir hann því hvernig hann hyggst leggja traustan grunn að lieimspeki sinni með því að byggja ein- ungis á hugmyndum sem séu skýrar og greinilegar. 2 Afstaða Platons er reyndar dálítið breytileg eftir því hvaða samræða er lesin. Sú afstaða sem hér er lýst birtist mcð skýrum hætti í Rfkinu, 479 o.áfr. (Platon 1991) en í samræðunni Þcictctosi virðist Platon gera ráð fyrir að hinn efnislegi veruleiki geti vcrið viðfang þekkingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.