Hugur - 01.06.2011, Blaðsíða 88
86
Róbert Jack
Niðurlag
Þá hef ég farið í gegnum öll fimm skilyrði stigskipts þroskamódels og fundið þeim
stað í ræðu Díótímu í Samdrykkjunni. I upphafi máls míns nefndi ég að ég hefði
ákveðna raunveruleikatengingu í huga, ég vildi sýna hvernig „ástarstiginn“ væri
hversdagslegri en fræðimenn hafa almennt haldið fram. Nú í lok greinarinnar vil
ég árétta hvernig ég tel að þetta hafi komið í ljós. Ef Platon er að lýsa mannlegri
náttúru í formi almennrar mælistiku á mannlegan þroska, eins og mér virðist
hann gera, er ekkert dulrænt við þetta, nema ef vera skyldi síðasta stigið sem virð-
ist lýsa fágætri upplifun.18 Hin stigin eru hins vegar einfaldlega eitthvað sem við
höfum nú þegar reynslu af eða kunnum að upplifa síðar. Þannig er „ástarstiginn"
byggður á hversdagslegri mannlegri reynslu frekar en óræðri andlegri upplifún.
Mikilvægt er þó að hafa í huga að reynslan sem um ræðir er ekki ein, enda virðist
mannleg náttúra samkvæmt þessu ekki eiga sér eina birtingarmynd. Mannleg
náttúra líkist miklu heldur hreyfingu eftir stigskiptum fjallvegi sem liggur til hins
eilífa og óendanlega hversu langt sem okkur lánast að feta hann.19
Heimildir
Blondell, Ruby. 2006. Where is Socrates on the “Ladder of Love”? Plato's Symposium.
Issues in Interpretation andReception (bls. 147-178). Ritstj. J.H. Lesher, Debra Nails
og Frisbee C.C. Sheffield. Cambridge, MA: Harvard University Press.
Egan, Kieran. 1983. Education andPsychology. London: Methuen.
Foley, Richard. 2010. The Order Question. Climbing the Ladder of Love in Plato’s
Symposium. Ancient Philosophy 30,57-72.
Frede, Dorothea. 1993. Out of the Cave: What Socrates Learned from Diotima.
Nomodeiktes: Greek Studies in Honor of Martin Ostwald (bls. 397-422). Ritstj. Ralph
M. Rosen og Joseph Farrell. Ann Arbor: The University of Michigan Press.
Hahn, Robert. 1985. Recollecting the Stages of Ascension. Plato’s Symposium 211C3-
Di. Southwest Philosophical Studies 9, 96-103.
Liddell og Scott. 1889. An Intermediate Greek-English Lexicon. Oxford: Oxford Uni-
versity Press.
McEvilley,Thomas. 2002. The Shape of Ancient Thought. New Yorlc Allworth Press.
Moravcsik, J.M.E. 1972. Reason and Eros in the “Ascent”-Passage of the Symposium.
Essays in Ancient Greek Philosophy (bls. 285-302). Ritstj. J. Anton og G. Kustas.
Albany, NY: State University of New York Press.
Morrison, J.S. 1977. Tw0 Unresolved Difficulties in the Line and Cave. Phronesis 22,
212-231.
Nightingale, Andrea Wilson. 2004. Spectacles ofTruth in Classical Greek Philosophy.
Theoria in its Cultural Context. Cambridge: Cambridge University Press.
Obdrzalek, Suzanne. 2010. Moral Transformation and the Love of Beauty in Plato’s
Symposium.Journal of the History of Philosophy 48,415-444.
18 Eins og hin stigin er þó ekkert því til fyrirst°ðu að lokastigið sé lýsing á mannlegri upplifun í stað
þess að vera einungis frumspekilegar vangaveltur eins og gæti virst. Bæði segir Platon frá þessu
stigi í Samdrykkjunni eins og hann sé að lýsa reynslu sinni og þá geymir mannkynssagan ýmsa
vitnisburði um sambærilegar upplifanir.
19 Ég þakka Svavari Hrafni Svavarssyni og nafnlausum ritrýni Hugar gagnlegar ábendingar.