Hugur - 01.06.2011, Qupperneq 110

Hugur - 01.06.2011, Qupperneq 110
io8 Soren Kierkegaard stundlega og hinu eilífa, af frelsi og nauðsyn, í stuttu máli sagt samsetning. Sam- setning er tengsl tveggja þátta. Séð í þessu ljósi er manneskjan enn ekki sjálf. I tengslum tveggja þátta eru tengslin hið þriðja sem neikvæð eining, og þætt- irnir tveir eru í tengslum við tengslin, og í tengslum við sjálfstengslin; þannig er frá sjónarhorni sálarinnar samband sálar og líkama tengsl. Ef afstaðan aftur á móti er í afstöðu til sjálfs sín þá eru þessi tengsl hið jákvæða þriðja, og það er sjálfið. Slík tengsl sem eru í afstöðu til þeirra sjálfra, eitthvert sjálf, hljóta annaðhvort að vera fastsett af sjálfum sér eða af einhverju öðru. Ef tengslin sem eru í afstöðu til þeirra sjálfra eru fastsett af einhverju öðru, þá eru tengslin sannarlega hið þriðja en þessi tengsl, hið þriðja, eru að sama skapi í afstöðu til þess sem fastsetur tengslin í heild sinni. Þess konar afleidd, fastsett tengsl eru hið mannlega sjálf, tengsl sem eru í af- stöðu til þeirra sjálfra, og eru í afstöðu til þeirra sjálfra í tengslum við eitthvert annað. Af þeim sökum er hægt að tala um tvö form eiginlegrar örvæntingar. Ef hið mannlega sjálf hefði fastsett sjálft sig væri aðeins um eitt form að ræða: að vilja ekki vera eigið sjálf, að vilja losna undan eigin sjálfi, en örvænting yfir að vilja vera eigið sjálf væri ekki möguleg. Þessi forskrift er því birtingarmynd þess að tengslin í heild sinni (sjálfið) eru öðru háð, birtingarmynd þess að sjálfið getur ekki af sjálfsdáðum öðlast eða verið í jafnvægi og ró, en getur einungis í afstöðu til sjálfs sín verið í tengslum við það sem fastsetur tengslin í heild sinni. Já, því fer fjarri að þetta annað form örvæntingar (örvæntingin yfir að vilja vera eigið sjálf) feli aðeins í sér eina tegund af örvæntingu, að þá megi að lokum leysa alla örvænt- ingu upp og smætta hana í þessa tegund. Ef manneskja sem örvæntir, eins og hún skilur það, er meðvituð um eigin örvæntingu, talar ekki um hana léttúðlega, eins og eitthvað sem hún verður fyrir (hér um bil eins og sú sem fær aðsvif og talar líkt og í skynvillu um þyngsli í höfðinu eða um að eitthvað íþyngi sér o.s.frv., þessi þyngsli og þessi þrýstingur eru þó ekki útvortis heldur öfúgsnúin speglun þess sem býr innra með henni) - og vill nú af eigin rammleik og ein síns liðs aflétta örvæntingunni, þá örvæntir hún enn og grefur sig með allri sinni einskisnýtu áreynslu aðeins dýpra í örvæntingu. Misræmi örvæntingarinnar er ekki einfalt misræmi heldur misræmi í tengslum sem eru í afstöðu til þeirra sjálfra og er fast- sett af einhverju öðru, þannig að ójafnvægið í þessum sjálfstengslum endurspeglar jafnframt sjálft sig óendanlega í tengslunum við þann mátt sem fastsetti það. Þetta er því sú forskrift sem lýsir ástandi sjálfsins þegar örvæntingunni er út- rýmt fullkomlega: í afstöðu til sjálfs sín og með því að vilja vera eigið sjálf byggir það sjálfljóst á grunni þess máttar sem fastsetti það.2 Kristian Guttesen pýddi 2 Sóttin banvœna kom út í Kaupmannahöfn 30. júh' 1849. Á titilblaðinu er tilgreindur höfundur Anti-Climacus nokkur, en það mun eitt af dulnefnum höfundar sem sagður er útgefandi verksins. Soren Kierkegaard, ævi hans og starfi, er gerð góð skil í inngöngum Lærdómsrita Hins íslenzka bókmenntafélags Uggs og ótta og Endurteiningarinnar (2000). Á næstunni stendur til að Sóttin banvœna komi út í sömu ritröð.Texti verksins er fyrirliggjandi á dönsku á eftirfarandi slóð: http:// sks.dk/SD/txt.xml.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.