Hugur - 01.06.2011, Qupperneq 110
io8
Soren Kierkegaard
stundlega og hinu eilífa, af frelsi og nauðsyn, í stuttu máli sagt samsetning. Sam-
setning er tengsl tveggja þátta. Séð í þessu ljósi er manneskjan enn ekki sjálf.
I tengslum tveggja þátta eru tengslin hið þriðja sem neikvæð eining, og þætt-
irnir tveir eru í tengslum við tengslin, og í tengslum við sjálfstengslin; þannig
er frá sjónarhorni sálarinnar samband sálar og líkama tengsl. Ef afstaðan aftur
á móti er í afstöðu til sjálfs sín þá eru þessi tengsl hið jákvæða þriðja, og það er
sjálfið.
Slík tengsl sem eru í afstöðu til þeirra sjálfra, eitthvert sjálf, hljóta annaðhvort
að vera fastsett af sjálfum sér eða af einhverju öðru.
Ef tengslin sem eru í afstöðu til þeirra sjálfra eru fastsett af einhverju öðru, þá
eru tengslin sannarlega hið þriðja en þessi tengsl, hið þriðja, eru að sama skapi í
afstöðu til þess sem fastsetur tengslin í heild sinni.
Þess konar afleidd, fastsett tengsl eru hið mannlega sjálf, tengsl sem eru í af-
stöðu til þeirra sjálfra, og eru í afstöðu til þeirra sjálfra í tengslum við eitthvert
annað. Af þeim sökum er hægt að tala um tvö form eiginlegrar örvæntingar. Ef
hið mannlega sjálf hefði fastsett sjálft sig væri aðeins um eitt form að ræða: að
vilja ekki vera eigið sjálf, að vilja losna undan eigin sjálfi, en örvænting yfir að
vilja vera eigið sjálf væri ekki möguleg. Þessi forskrift er því birtingarmynd þess
að tengslin í heild sinni (sjálfið) eru öðru háð, birtingarmynd þess að sjálfið getur
ekki af sjálfsdáðum öðlast eða verið í jafnvægi og ró, en getur einungis í afstöðu
til sjálfs sín verið í tengslum við það sem fastsetur tengslin í heild sinni. Já, því fer
fjarri að þetta annað form örvæntingar (örvæntingin yfir að vilja vera eigið sjálf)
feli aðeins í sér eina tegund af örvæntingu, að þá megi að lokum leysa alla örvænt-
ingu upp og smætta hana í þessa tegund. Ef manneskja sem örvæntir, eins og hún
skilur það, er meðvituð um eigin örvæntingu, talar ekki um hana léttúðlega, eins
og eitthvað sem hún verður fyrir (hér um bil eins og sú sem fær aðsvif og talar líkt
og í skynvillu um þyngsli í höfðinu eða um að eitthvað íþyngi sér o.s.frv., þessi
þyngsli og þessi þrýstingur eru þó ekki útvortis heldur öfúgsnúin speglun þess
sem býr innra með henni) - og vill nú af eigin rammleik og ein síns liðs aflétta
örvæntingunni, þá örvæntir hún enn og grefur sig með allri sinni einskisnýtu
áreynslu aðeins dýpra í örvæntingu. Misræmi örvæntingarinnar er ekki einfalt
misræmi heldur misræmi í tengslum sem eru í afstöðu til þeirra sjálfra og er fast-
sett af einhverju öðru, þannig að ójafnvægið í þessum sjálfstengslum endurspeglar
jafnframt sjálft sig óendanlega í tengslunum við þann mátt sem fastsetti það.
Þetta er því sú forskrift sem lýsir ástandi sjálfsins þegar örvæntingunni er út-
rýmt fullkomlega: í afstöðu til sjálfs sín og með því að vilja vera eigið sjálf byggir
það sjálfljóst á grunni þess máttar sem fastsetti það.2
Kristian Guttesen pýddi
2 Sóttin banvœna kom út í Kaupmannahöfn 30. júh' 1849. Á titilblaðinu er tilgreindur höfundur
Anti-Climacus nokkur, en það mun eitt af dulnefnum höfundar sem sagður er útgefandi verksins.
Soren Kierkegaard, ævi hans og starfi, er gerð góð skil í inngöngum Lærdómsrita Hins íslenzka
bókmenntafélags Uggs og ótta og Endurteiningarinnar (2000). Á næstunni stendur til að Sóttin
banvœna komi út í sömu ritröð.Texti verksins er fyrirliggjandi á dönsku á eftirfarandi slóð: http://
sks.dk/SD/txt.xml.