Hugur - 01.06.2011, Síða 108

Hugur - 01.06.2011, Síða 108
ioó Saren Kierkegaard að það, en hins vegar hefði ef til vill ekki hvaða prófessor sem er getað skrifað það. En að ritgerðin skuli vera í þeim búningi sem hún liggur fyrir í, er að minnsta kosti vel ígrundað, og sálfræðilega er það svo sannarlega við hæfi.Til er hátíðlegri stíll sem er svo hátíðlegur að hann hæfir ekki tilefninu og verður auðveldlega, þar eð hann er manni allt of tamur, orðin tóm. Að lokum vil ég aðeins árétta eitt sem er sjálfsagt óþarfi en ég hætti samt á það: í eitt skipti fyrir öll vil ég vekja athygli á því að í öllu þessu verki, eins og titillinn gefur til kynna, ber að skilja örvæntingu sem sóttina, ekki lækninguna. Slíkt er hið díalektíska eðli örvæntingarinnar. Þannig er það einnig á fræðimáli kristninnar að dauðinn táknar hina stærstu andlegu eymd og lækningin er samt bara að deyja, að skilja við. Inngangur „Þessi sótt er ekki banvæn“ (Jóh. 11.4). Og samt beið Lasarus bana. Þegar læri- sveinarnir misskildu þessi orð sem Kristur bætti síðar við, „Lasarus, vinur okkar, er sofnaður. En nú fer ég að vekja hann“ (11.11), sagði Hann hreint út „Lasarus er dáinn" (11.14). Lasarus er sem sagt dáinn, og samt var þessi sótt ekki banvæn. Hann var dáinn, og samt er þessi sótt ekki banvæn. Núna vitum við fyrir víst að Kristur hafði kraftaverkið í huga sem myndi láta samtímamenn hans „að svo miklu leyti sem þeir tryðu, sjá dýrð Guðs“ (11.40), kraftaverkið sem Hann gerði á Lasarusi til að vekja hann frá dauðum, þannig að „þessi sótt“ var ekki einungis ekki banvæn heldur, eins og Kristur sagði fyrir, „Guði til dýrðar til þess að Guðs sonur vegsamist hennar vegna" (11.40): ó, en meira að segja ef Kristur hefði ekki vakið Lasarus upp, þýðir það þrátt fyrir allt ekki að þessi sótt, dauðinn sjálfur, er ekki banvæn? Þegar Kristur gengur upp að gröfinni og kallar hárri röddu „Las- arus, kom út!“ (11.43) er ljósjt að pessi sótt er ekki banvæn! En ef Kristur hefði jafn- vel ekki sagt þetta - það eitt að Hann sem er „upprisan og lífið“ (11.25) gengur UPP að gröfinni, er það ekki til marks um að þessi sótt er ekki banvæn: það að Kristur er til, er það ekki til marks um að pessi sótt sé ekki banvæn! Og hvað hefði það stoðað Lasarus að vera vakinn upp frá dauðum þegar hann að endingu verður að deyja - hvað hefði það stoðað Lasarus ef Hann væri ekki til, Hann sem fyrir hvern þann sem á Hann trúir er upprisan og lífið! Nei, ekki sökum þess að Lasarus var vakinn upp frá dauðum, það er ekki vegna þess sem segja má að pessi sótt sé ekki banvæn, heldur sökum þess að Hann er til, þess vegna er þessi sótt ekki banvæn. Því í mannlegum skilningi er dauðinn það síðasta af öllu, og í mannlegum skiln- ingi er aðeins von svo lengi sem er líf. En frá sjónarhóli kristninnar er dauðinn engan veginn það síðasta af öllu, einnig hann er aðeins lítill viðburður innan þess sem allt er, eilíft líf. Og frá sjónarhóli kristninnar felst í dauðanum óendanlega meiri von en þegar í mannlegum skilningi er ekki bara um einbert líf að ræða heldur þetta líf á hátindi heilbrigðis og krafta. Þannig að frá sjónarhóli kristninnar er jafnvel dauðinn ekki „sóttin banvæna", og þaðan af síður allt það sem kallast jarðneskar og stundlegar þjáningar, neyð,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.