Hugur - 01.06.2011, Page 15
Við erum stödd ijlœkju veruleikans
13
ig er list möguleg eftir Auschwitz? En með þeirri spurningu er hann í raun að
segja að óhugnaðurinn haíi verið slíkur að varnir menningarinnar gegn illskunni
séu mun minni en við ætlum. Þess vegna voru margir þýskir heimspekingar að
hugsa um sekt, um ábyrgð, um forsendur alræðis, og settu margir hverjir traust
sitt á mannlega vitsmuni. Skynsemin er það eina sem hægt er að binda vonir
við. Heimspeki Habermas, sem er hugsanlega þekktasti þýski heimspekingur síð-
ari hluta 20. aldar, er mjög lituð af því viðhorfi að reyna að finna skynseminni
farveg í samfélagslegri samræðu. Reyndar ánetjaðist ég sjálf hugsun sem var á
öðrum slóðum og gagnrýnni á getu skynseminnar, allavega mjög meðvituð um
takmarkanir hennar, líkt og Adorno reifaði í verki sínu og Horkheimers um Día-
lektík upplýsingarinnar. I framhaldsnámi mínu féldcst ég einkum við heimspeki
Nietzsches og Heideggers. Ein ástæðan er sú að ég kynntist eiginmanni mínum
í náminu í Berlín. Hann heitir Magnús Diðrik Baldursson og er hálfþýskur. Og
hann rannsakaði heimspeki Heideggers í mörg ár. Við Magnús kynntumst [kím-
ir\ í málstofu um Schopenhauer og lásum Veröldina sem vilja og ímynd saman
á þýsku. Þannig lærði ég þýsku \hlær\ og varð ástfangin í leiðinni. Heimspeki
Nietzsches og Heideggers stendur í sambandi við hina hrottalegu þýsku arfleifð.
Nasistar nýttu sér öfgakenndu þættina í heimspeki Nietzsches og Heidegger varð
á tímabili hallur undir nasismann þegar hann var að ná yfirráðum í upphafi íjórða
áratugarins. Hann taldi sig hafa arnarsýn á vestræna heimspekihefð en var fram-
an af blindur á brjálæðið í eigin samtíma. AJIt orkaði tvímæhs. Um leið voru þetta
byltingarkenndir höfundar sem opnuðu hugsun og heimspeki nýjar lendur. Það
var reynt að lesa og túlka þessa höfunda í þá veru. Það er lærdómsríkt að líta til
þess hvar og hvernig heimspeki „tekst“ og hvar og hvernig henni „misteksfi' and-
spænis veruleikanum. Ég vann doktorsritgerð mína hjá Wolfgang Múller-Lauter
sem var einn helsti Nietzsche-sérfræðingur Þýskalands og ritstjóri hinnar nýju
útgáfu verka Nietzsches og svo Nietzsche Studien. Það var stór rannsóknahópur
í kringum þetta allt. Hópur sérfræðinga sem vann að útgáfunni og svo doktors-
nemar og sérfræðingar víða að úr heiminum sem tóku þátt í „Berliner Nietzsche
Colloquium“ sem Múller-Lauter stýrði. Ég tengist þessu enn, m.a. sem meðlimur
í fagritstjórn Nietzsche Studien.
En hvernig upplifðuð pið samræðuna sem pú lýstir hér áðan, sem hafði farið af stað.
Þá meina ég, rataði pessi samræða inn í málstofurnar, tókust pið nemendurnir á við
vandann?
Sums staðar og sums staðar ekki. Ein fyrsta málstofan sem ég tók þátt í var hjá
Margarethu von Brentano og hún fólst í „línu fyrir línu“-lestri á fyrstu síðunum
í Frumspeki Aristótelesar og það var sko engin samtímaskírskotun þar. Það var
einkum eldri hluti þeirra Þjóðverja í náminu sem var upptekinn af því að kynslóð
foreldranna hafði þagað og sópað undir teppið aðkomu sinni, og jafnvel ábyrgð á
því sem gerðist á tímum nasismans. Það hefúr stundum verið sagt að RoteArmee
Fraktion (RAF), hryðjuverkahóparnir þýsku á áttunda áratugnum, hafi verið
bálreitt andsvar við menningu sem gerði ekki upp við glæpi fortíðar heldur kaus