Hugur - 01.06.2011, Blaðsíða 40

Hugur - 01.06.2011, Blaðsíða 40
38 Björn Þorsteinsson og/eða neindin birtist á einhvern hátt. Kjarninn í hugsun Hegels er einmitt þessi: það liggur í eðli veruleikans að birtast, eða, orðað á annan hátt, sannleikurinn er ekkert án birtingar sinnar.9 Engin reynd án sýndar. Reynum nú að koma okkur aftur niður á jörðina, eins og sagt er, eða freistum þess í það minnsta að finna Pál aftur þar sem hann er staddur í Öskju og tekst á við hinstu rök. Nú skiljum við ef til vill betur hvers vegna reynslan af Öskju varð honum tilefni til vangaveltna um heildir og tengsl. Sé veran hrein heild, þá eru engin tengsl möguleg. Því tengsl eru á milli í það minnsta tveggja hluta, eða þátta af einhverju tagi, sem þá mætti kalla A og B. Sé veran órofin heild, samfelld og heilsteypt, þá er heldur enginn greinarmunur - þá er ekkert A og ekkert B, heldur bara eitt stórt X. Og raunar gæti þetta stóra X alveg eins talist lítið, raunar svo lítið að það mælist ekki - það gæti eins heitið 0, neindin. Það er allt eða ekkert. En eins og við leiddum í ljós með fulltingi Hegels er málum einmitt ekki þannig háttað - ekki í okkar veröld, í þeim veruleika sem við lifum og hrærumst í.10 I þessum heimi okkar, veröldinni í skilningnum „heimur manna" eða kannski „heimur hinna hugsandi vera", er annað og meira en X (eða 0), þar blasa við ólíkir hlutir og verur og heildir sem eru einmitt ekki af toga hreinnar veru heldur eru þær afmarkaðar heildir innan veruleikans sem mynda tengsl sín á milli, og eru til í þessum tengslum, þiggja afmarkaða veru sína af þeim. Og á sama hátt og Hegel lánaðist að mjaka hugsuninni úr sporunum í upphafi Rökfrœðinnar tókst Páli að komast frá Öskju með hugleiðingar sínar í farteskinu og, það sem meira er, honum tókst að færa þær í orð, tjá þær og miðla þeim til annarra hugsandi vera. I þessu afreki Páls felst, eðli málsins samkvæmt, að honum tókst að flokka upp þá heildrænu reynslu af öllu og engu sem Askja olli honum, og gera þannig þá reynslu af „sjálfstæðri, hlutlægri veröld" (14), sem Askja er tákn fyrir eða ávísun á, sjálfum sér og öðrum skiljanlega. Engu að síður, og í einhvers konar mótsögn við sjálfan sig, finnur Páll sig knúinn til að skýra fyrir lesandanum að Askja, sem þessi hlutlæga veröld, sé eftir sem áður „sjálfstæð, ósnortin, ósnertanleg" og búi „handan þess sem mann[s]- höndin og mannshugurinn geta náð tökum á". Jafnframt er hún „óstaðsetjanleg í mannheimi, nema sem tákn um veröld utan, handan allrar menningar, og er um leið grunnur hennar, undirstaða eða forsenda" (15). Við getum með öðrum orðum talað eins og við viljum um þann hlutlæga veruleika sem hér er í húfi - við getum skrifað heilu bindin af „Hugleiðingum við Öskju" og hugleiðingum um „Hugleiðingar við Öskju" og svo framvegis út í það óendanlega - en við náum samt aldrei fyllilega tökum á þessum hlutlæga veruleika, við getum aldrei komið 9 Hegel orðar þessa hugsun víða í verkum sínum, til dæmis í innganginum að fyrirlestrum sínum um fagurfræði: „[...] sýndin sjálf er cðlinu nauðsynleg, sannleikurinn væri ekki ef hann sýndist ekki og birtist, ef hann væri etíújýrir einhvern, og jafnframt/yriV sjálfan sig og að auki fyrir and- ann yfirhöfuð" (Hegcl 1970: 21). 10 Tökum eftir því að það er í þessum skilningi sem Hegel er fyrirbærafræðingur, eða í það minnsta forveri fyrirbærafræðinnar - hann vill beina sjónum að því hvernig hlutirnir birtast sannarlega í pessum heimi, en lætur handanheima eða Hlutinn-í-sjálfum-sér (nær alveg) lönd og leið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.