Hugur - 01.06.2011, Blaðsíða 126
124
Olafur PállJónsson
efnið svo hans eigin skoðanir og gildismat spilli ekki fyrir hlutlægu, fræðilegu
mati. Við getum orðað þetta með eftirfarandi hætti:
(2) Stundum erum við í of innilegu sambandi við viðfangsefnið til að
geta hugsað skýrt um það.
En rifjum nú upp staðhæfingu (1) að framan.
(1) Stundum erum við ekki í nógu innilegu sambandi við viðfangsefnið
til að geta hugsað skýrt um það.
Ef við tökum þessar tvær staðhæfingar saman, þá mætti e.t.v. ætla að til að geta
hugsað skýrt um tiltekið efni þurfi maður að vera í hæfilega nánu sambandi við
viðfangsefnið; eldd of nánu en heldur ekki of losaralegu. Vandinn við að rækta
með sér gagnrýna hugsun væri þá að vita hvað er hæfilegt í þessum efnum.
Ég held að staðhæfingar (1) og (2) séu báðar sannar og rökin fýrir þeim, sem
ég hef drepið stuttlega á, eru ekki flóldn. En verkefni þess sem vill hugsa gagn-
rýnið um tilveruna - þess sem vill temja sér gott hugferði svo notað sé orðalag
frá Mikael M. Karlssyni9 - er ekki að stilla af hæfilega ijarlægð, heldur að læra að
láta innileik sambands síns við heiminn ekki ræna sig sjálfstæðinu sem hugsandi
veru. Ef við gefum okkur að „áskapaðar tilhneigingar, hvatir, langanir, hagsmunir
eða tilfinningar“ séu andstæð skýrri hugsun, þá verðum við að sætta okkur við
að gagnrýnin hugsun er einungis möguleg á þeim sviðum sem þessir eðlisþættir
mannsins ná ekki til eða þar sem þeir eru mjög veikir. En hvaða svið eru það?
Engin.
I áðurnefndri grein setur Páll Skúlason fram þá kenningu að skynsemi og til-
finningar séu engar andstæður. Hann segir m.a.:
Skynsemi manna og tilfinningar eru ekki, að mínum dómi, tvennt ólíkt,
heldur af sama toga þegar öll kurl koma til grafar. Skynsemi manna er
mismunandi rík af tilfinningum og tilfinningarnar mismunandi skyn-
samlegar. Rökin mín fyrir þessari skoðun eru afar einföld: I fyrsta lagi
er eldd frekar ástæða til að segja að tilfinningar manna séu órökvísar en
að skynsemi þeirra sé rökvís.Tilfinningar eru rölcvísar eða órökvísar rétt
eins og dómar manna eru rökvísir eða órökvísir. I öðru lagi eru tilfinn-
ingar manna meira eða minna skynsamlegar eftir því hvert tilefni þeirra
er. Algengar tilfinningar svo sem kvíði, reiði, ást, geta verið skynsamlegar
eða óskynsamlegar eftir atvikum.10
Mér virðist þessi kenning Páls vera mjög skynsamleg og nýlegar rannsóknir í
h'feðlisfræði heilans renna enn frekari stoðum undir hana.11 Við getum vel fallist
á að það sem hreyfir við okkur séu margvíslegar hvatir án þess að þurfa þar með
9 Mikael M. Karlsson 2005: 68.
10 Páll Skúlason 1987: 82.
11 Sjá t.d. Immordino-Yan og Damasio 2007.