Hugur - 01.06.2011, Page 126

Hugur - 01.06.2011, Page 126
124 Olafur PállJónsson efnið svo hans eigin skoðanir og gildismat spilli ekki fyrir hlutlægu, fræðilegu mati. Við getum orðað þetta með eftirfarandi hætti: (2) Stundum erum við í of innilegu sambandi við viðfangsefnið til að geta hugsað skýrt um það. En rifjum nú upp staðhæfingu (1) að framan. (1) Stundum erum við ekki í nógu innilegu sambandi við viðfangsefnið til að geta hugsað skýrt um það. Ef við tökum þessar tvær staðhæfingar saman, þá mætti e.t.v. ætla að til að geta hugsað skýrt um tiltekið efni þurfi maður að vera í hæfilega nánu sambandi við viðfangsefnið; eldd of nánu en heldur ekki of losaralegu. Vandinn við að rækta með sér gagnrýna hugsun væri þá að vita hvað er hæfilegt í þessum efnum. Ég held að staðhæfingar (1) og (2) séu báðar sannar og rökin fýrir þeim, sem ég hef drepið stuttlega á, eru ekki flóldn. En verkefni þess sem vill hugsa gagn- rýnið um tilveruna - þess sem vill temja sér gott hugferði svo notað sé orðalag frá Mikael M. Karlssyni9 - er ekki að stilla af hæfilega ijarlægð, heldur að læra að láta innileik sambands síns við heiminn ekki ræna sig sjálfstæðinu sem hugsandi veru. Ef við gefum okkur að „áskapaðar tilhneigingar, hvatir, langanir, hagsmunir eða tilfinningar“ séu andstæð skýrri hugsun, þá verðum við að sætta okkur við að gagnrýnin hugsun er einungis möguleg á þeim sviðum sem þessir eðlisþættir mannsins ná ekki til eða þar sem þeir eru mjög veikir. En hvaða svið eru það? Engin. I áðurnefndri grein setur Páll Skúlason fram þá kenningu að skynsemi og til- finningar séu engar andstæður. Hann segir m.a.: Skynsemi manna og tilfinningar eru ekki, að mínum dómi, tvennt ólíkt, heldur af sama toga þegar öll kurl koma til grafar. Skynsemi manna er mismunandi rík af tilfinningum og tilfinningarnar mismunandi skyn- samlegar. Rökin mín fyrir þessari skoðun eru afar einföld: I fyrsta lagi er eldd frekar ástæða til að segja að tilfinningar manna séu órökvísar en að skynsemi þeirra sé rökvís.Tilfinningar eru rölcvísar eða órökvísar rétt eins og dómar manna eru rökvísir eða órökvísir. I öðru lagi eru tilfinn- ingar manna meira eða minna skynsamlegar eftir því hvert tilefni þeirra er. Algengar tilfinningar svo sem kvíði, reiði, ást, geta verið skynsamlegar eða óskynsamlegar eftir atvikum.10 Mér virðist þessi kenning Páls vera mjög skynsamleg og nýlegar rannsóknir í h'feðlisfræði heilans renna enn frekari stoðum undir hana.11 Við getum vel fallist á að það sem hreyfir við okkur séu margvíslegar hvatir án þess að þurfa þar með 9 Mikael M. Karlsson 2005: 68. 10 Páll Skúlason 1987: 82. 11 Sjá t.d. Immordino-Yan og Damasio 2007.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.