Hugur - 01.06.2011, Blaðsíða 92
90
Guðbjörg R. Jóhannesdóttir og Sigrtður Þorgeirsdóttir
að heimspekingar og fagurfræðingar fóru að vinna sig út úr þessari tvískiptingu
á 19. og 20. öld og grafa undan þessum aðgreiningum hafa skapast forsendur
fyrir því að ljá fegurð nýja merkingu. Afbygging á tvíhyggju sálar og líkama og
hins háleita og hins fagra gerir okkur kleift að sigla fram hjá þeim skerjum sem
fegurðarhugtakið hefur steytt á, en í listinni hefur það verið sú skoðun að fegurð
sé listrænt léttvæg og í heimspekinni hefur það verið sú skoðun að fegurð sé lítið
meira en það sem við eigum við þegar okkur finnst eitthvað vera ánægjulegt eða
geðfellt.Tilgangur okkar með þessari umfjöllun er einmitt að leggja til að unnt sé
að endurheimta hugtak um fegurð sem nái að henda reiður á því sem við meinum
þegar við segjum eitthvað vera fagurt. Sú reynsla sem við höfum helst fyrir hug-
skotssjónum er upplifún af landslagi sem við lýsum sem „fögru“ eða „fallegu".
Hugtak okkar um fegurð byggir nauðsynlega á því að segja skilið við hugmynd
um fegurð sem alfarið huglægri skynjun eða sem alfarið hlutlægum eiginleikum
verks eða viðfangs skynjunar. Fegurðarreynsla og yrðingar á henni eru að okkar
mati ævinlega reistar á samspili þess sem skynjar og þess sem er skynjað.
Ein ástæða þess að við leitumst við að greina fegurðarhugtakið er sú hve léttvæg
fegurð hefur verið fundin í umræðu um nýtingu á náttúru og umhverfisvernd. Sú
röksemdafærsla að land beri að vemda fremur en nýta vegna fegurðar þess hefiir
oft ekki verið tekin gild vegna þess að dómar um fegurð hafa verið hraktir sem
huglægir dómar og afgreiddir sem einber tilfinningarök. Fegurð er ekki bara til-
finningaleg skynjun sem hefur lítið með gildi náttúru að gera, heldur mikilvægur
þáttur í reynslu af og tengslum við náttúrufyrirbæri og landslag. Umræða okkar
um fegurð og merkingu hennar byggir því á greiningu á reynslu af náttúrufegurð,
en sú reynsla á engu að síður ýmislegt sammerkt með upplifun af fegurð annarra
fyrirbæra í listum og í manngerðu umhverfi okkar, jafnvel í mannlífinu sjálfu eins
og þegar við segjum að einhver atburður hafi verið fallegur eða sé dæmi um fagurt
mannlíf. Grunntilgáta oltkar er sú að fegurð sé reynsla (skynreynsla) og að hún
sé upplifun af tengslum við eitthvað sem okkur þykir fallegt. Tengslin myndast
vegna þess að okkur þykir mikið til einhvers koma, það vekur með okkur kenndir
umhyggju og jafnvel væntumþykju. Að því leyti varpa hugmyndir okkar um hið
fagra nýju ljósi á kenningar kantískrar heimspeki um að skynjun á hinu fagra sé
laus við hagsmuni, eins og vikið verður síðar að.
En hugum nú fyrst að vandkvæðum fegurðarhugtaksins, þ.e. nokkrum steinum
sem þarf að ryðja úr vegi til þess að geta fjallað um fegurð sem þekkingarfræðilegt
hugtak um skynjun fegurðar, skynjun sem segir okkur eitthvað um okkur sjálf og
heiminn.
Vandkvœðifegurbar
I fyrsta lagi höfnum við þeirri hugmynd um fegurð sem gerir ráð fyrir að hún
sé einungis í auga þess sem skynjar. Fegurð er samkvæmt þessu viðhorfi huglæg,
persónuleg og afstæð og þess vegna er merkingarlaust að ræða um fegurð eða
reyna að komast að „sannri" niðurstöðu um það hvað sé fallegt og hvað ekki. Hér