Hugur - 01.06.2011, Qupperneq 92

Hugur - 01.06.2011, Qupperneq 92
90 Guðbjörg R. Jóhannesdóttir og Sigrtður Þorgeirsdóttir að heimspekingar og fagurfræðingar fóru að vinna sig út úr þessari tvískiptingu á 19. og 20. öld og grafa undan þessum aðgreiningum hafa skapast forsendur fyrir því að ljá fegurð nýja merkingu. Afbygging á tvíhyggju sálar og líkama og hins háleita og hins fagra gerir okkur kleift að sigla fram hjá þeim skerjum sem fegurðarhugtakið hefur steytt á, en í listinni hefur það verið sú skoðun að fegurð sé listrænt léttvæg og í heimspekinni hefur það verið sú skoðun að fegurð sé lítið meira en það sem við eigum við þegar okkur finnst eitthvað vera ánægjulegt eða geðfellt.Tilgangur okkar með þessari umfjöllun er einmitt að leggja til að unnt sé að endurheimta hugtak um fegurð sem nái að henda reiður á því sem við meinum þegar við segjum eitthvað vera fagurt. Sú reynsla sem við höfum helst fyrir hug- skotssjónum er upplifún af landslagi sem við lýsum sem „fögru“ eða „fallegu". Hugtak okkar um fegurð byggir nauðsynlega á því að segja skilið við hugmynd um fegurð sem alfarið huglægri skynjun eða sem alfarið hlutlægum eiginleikum verks eða viðfangs skynjunar. Fegurðarreynsla og yrðingar á henni eru að okkar mati ævinlega reistar á samspili þess sem skynjar og þess sem er skynjað. Ein ástæða þess að við leitumst við að greina fegurðarhugtakið er sú hve léttvæg fegurð hefur verið fundin í umræðu um nýtingu á náttúru og umhverfisvernd. Sú röksemdafærsla að land beri að vemda fremur en nýta vegna fegurðar þess hefiir oft ekki verið tekin gild vegna þess að dómar um fegurð hafa verið hraktir sem huglægir dómar og afgreiddir sem einber tilfinningarök. Fegurð er ekki bara til- finningaleg skynjun sem hefur lítið með gildi náttúru að gera, heldur mikilvægur þáttur í reynslu af og tengslum við náttúrufyrirbæri og landslag. Umræða okkar um fegurð og merkingu hennar byggir því á greiningu á reynslu af náttúrufegurð, en sú reynsla á engu að síður ýmislegt sammerkt með upplifun af fegurð annarra fyrirbæra í listum og í manngerðu umhverfi okkar, jafnvel í mannlífinu sjálfu eins og þegar við segjum að einhver atburður hafi verið fallegur eða sé dæmi um fagurt mannlíf. Grunntilgáta oltkar er sú að fegurð sé reynsla (skynreynsla) og að hún sé upplifun af tengslum við eitthvað sem okkur þykir fallegt. Tengslin myndast vegna þess að okkur þykir mikið til einhvers koma, það vekur með okkur kenndir umhyggju og jafnvel væntumþykju. Að því leyti varpa hugmyndir okkar um hið fagra nýju ljósi á kenningar kantískrar heimspeki um að skynjun á hinu fagra sé laus við hagsmuni, eins og vikið verður síðar að. En hugum nú fyrst að vandkvæðum fegurðarhugtaksins, þ.e. nokkrum steinum sem þarf að ryðja úr vegi til þess að geta fjallað um fegurð sem þekkingarfræðilegt hugtak um skynjun fegurðar, skynjun sem segir okkur eitthvað um okkur sjálf og heiminn. Vandkvœðifegurbar I fyrsta lagi höfnum við þeirri hugmynd um fegurð sem gerir ráð fyrir að hún sé einungis í auga þess sem skynjar. Fegurð er samkvæmt þessu viðhorfi huglæg, persónuleg og afstæð og þess vegna er merkingarlaust að ræða um fegurð eða reyna að komast að „sannri" niðurstöðu um það hvað sé fallegt og hvað ekki. Hér
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.