Hugur - 01.06.2011, Blaðsíða 99

Hugur - 01.06.2011, Blaðsíða 99
Endurheimtfegurðarinnar á tímum náttúrunnar 97 an, verður vera þess sem skynjað er, ein og óháð öllum mínum hagsmunum eða löngunum, að miðpunktinum. Þetta er kjarni hugmyndarinnar um hagsmunaleysi (e. disinterestedness) sem hefur verið meginhugtak í fagurfræði nútímans og sem Kant skilgreindi sem hagsmunalausa velþóknun (þý. interesseloses Wohlgefallen) í fegurðarupplifun. Hagsmunaleysi hefur verið skilið á þann hátt að það sé ákveðið viðhorf eða ástand sem maður verði að tileinka sér í fegurðarupplifun; það sem við dæmum fallegt er það ekki sannarlega nema dómurinn sé kveðinn upp í algeru hagsmunaleysi. Hagsmunaleysið verður þannig einskonar lykill að hlutlægni - ef við erum aðskilin frá viðfanginu og dæmum fegurð úr fjarlægð, þá er dómurinn marktækur. En þessi túlkun gefiir ekki rétta mynd af hlutverki hagsmunaleysis í fegurðarupplifun. I stað þess að skilja það á þann hátt að þetta sé viðhorf sem maður þarf að koma með að fegurðarupplifuninni er þetta frekar viðhorf sem er afleiðing af fegurðarupplifun; þegar fegurðin grípur athygli manns falla allir hagsmunir til hliðar, sjálfið sem hugsar og skilur allt út frá eigin hagsmunum víkur til hliðar og tækifæri gefst til þess að upplifa viðfang fegurðarinnar eins og það sjálft er, ekki í ljósi neins annars. Hér er ekki átt við dulræna einingu manns og heims líkt og boðuð er í fagurfræði og náttúruspeki rómantíska tímabilsins og sem kenningar Novalis eru skýrt dæmi um. Mun fremur er hér átt við reynslu af náttúrufegurð sem gerir manni kleift að yfirstíga, allavega um stundarsakir, skynj- un sem er skilyrt af hagsmunatengslum í þröngum skilningi. Fyrir vikið upplýkst eitthvað fýrir okkur og við eigum ekki betri orð yfir það en „en fallegt!". Hagsmunaleysishugmyndin hefur verið mikið gagnrýnd, í fýrsta lagi fýrir það að gera ráð fyrir aðskilnaði og fjarlægð á milli vitundar og viðfangs og í öðru lagi fyrir það að hlutgera viðfangið - þegar viðfangið er dæmt úr fjarlægð lítum við á það sem hlut sem má stjórna og nýta. En þessi gagnrýni á ekki við ef hags- munaleysi snýst ekki um skipulagða, stjórnandi fjarlægð heldur um óskipulagt náðar-augnablik þar sem fegurðarupplifunin veldur því að sjálfið nær að sleppa taki og stíga til hliðar til þess að geta séð, heyrt, skynjað veru hins. Það er þó ekki þannig að sjálfið hverfi alveg þó það yfirgefi miðjuna, ég sjálf er enn til staðar þó að hagsmunir mínir og langanir hafi lent í bakgrunni. Fegurðin hefst í einfaldri skynjun en þegar öllu er á botninn hvolft er hún miklu meira en það (og ef til vill er „einföld skynjun" eitthvað miklu meira en við höldum líka). Fegurð veitir okkur mikilvæga æfingu í því að setja sjálfið til hliðar, setja alla hagsmuni og fyrirframgefnar hugmyndir til hliðar og skynja hlutina eins og þeir eru en ekki eins og við viljum eða höldum að þeir séu. Og það mikilvæga er að þessi róttæka af-miðjun sem á sér stað í fegurðarupplifun veitir ánægju, svo að einstaklingur sem hefur einu sinni verið gripinn af fegurð er líklegur til þess að leitast eftir því að endurtaka þá upplifun. Fegurðarskynið verður þannig að hæfileika sem mótast og menntast af reynslu hvers og eins. Kant sagði eitt sinn að sá sem hefur ást á fegurð í náttúrunni væri líklegri til að verða góð manneskja.16 Friedrich Schiller var þeirrar skoðunar að fagurfræðilegt uppeldi skipti miklu máli í uppeldi borgara og fyrir betra samfélag.17 Dostojevskí gekkjafnvel svo langt ■6 Kant 1790/2000:5:301. l7 Schiller 2005.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.