Hugur - 01.06.2011, Page 96

Hugur - 01.06.2011, Page 96
94 Guðbjörg R. Jóhannesdóttir og Sigríður Þorgeirsdðttir er einmitt sú tegund mannlegrar reynslu þar sem ómögulegt er að gera skarpan greinarmun á hug og líkama, vitund og viðfangi, mannveru og umhverfi.6 Onnur nálgun sem er viðbragð við hugmyndinni um hina sætu, krúttlegu og kvenlegu fegurð felst í því að Hta á fegurð sem eitthvað mun dýpra og yfirgrips- meira en hugmyndir um yfirborðskennda skrautfegurð eða söluvænleg fegurðar- viðmið gera ráð fyrir. Samkvæmt þessari nálgun er fegurðarreynslan djúp, andleg reynsla sem hefur djúpstæð áhrif á þá sem fyrir henni verður og tengsl hennar við veruleikann. Tengt þessari nálgun er svo viðbragðið við hugmyndinni um tælandi erótíska fegurð sem færðist með tilkomu kristninnar frá piltaást forngrísku heimspeking- anna yfir á konur og varð að „hættulegri" þrá og jafnvel djöfúllegri samanbor- ið við andlega þrá eftir fegurð hins guðlega.7 Þá er fallist á það að fegurð hafi aðdráttarafl sem vekur með okkur þrá, en þessi þrá er af allt öðru tagi en hin neikvæða holdlega þrá sem Platon og Agústínus hræddust, þá þrá sem byggir á kynferðislegu aðdráttarafli og löngun til þess að komast yfir, eignast og stjórna viðfanginu. Hræðslan við fegurð sem litar trúarleg og heimspekileg viðhorf miðalda ein- skorðast ekki við manniega eða listræna fegurð. Það má sjá augljós merki hennar í hugleiðingum 14. aldar skáldsins og heimspekingsins Petrarca um náttúrufegurð. I ritgerð sinni um göngu upp á Vindafjall, sem er líkast til ein fyrsta heimspekilega ritgerðin um landslag og skynjun á fegurð þess, lýsir Petrarca sektarkennd yfir að gleyma sér við fegurð umhverfisins. Hann finnur til þessarar kenndar vegna þess að kenningar Ágústínusar höfðu innrætt honum að það mætti ekki njóta jarðneskrar fegurðar vegna þess að það dreifði athyglinni frá guði sjálfum.8 Það var m.ö.o. syndsamlegt að gleyma sér í hinu fagra. Fyrri tíma spekingar voru þess vegna í vandræðum með fegurðina ýmist vegna þess að hún var of jarðnesk eða vegna þess að hún var ásókn í eitthvað sem þurfti að komast yfir. Þegar í fornöld voru til aðrar hugmyndir um fegurð sem gengu þvert á þessa afneitun á hinu jarðneska. Forngríska ljóðskáldið Saffó vildi leyfa að viðurkenna fegurð hins jarðneska og fegurð líkama konunnar sem hún bar ást til.9 Þessar hug- myndir urðu hins vegar undir. Simone Weil tekur upp þennan hulda þráð á síð- ustu öld þegar hún skrifar að ástin á hinu fagra í heiminum feli í sér ást á öllu hinu dýrmæta sem ill örlög geti grandað.10 Fegurð getur þess vegna haft heilmikið með umhyggju fyrir einhverju að gera. Þetta á ekki síst við um náttúruna í dag. And- spænis ægifegurð jökuls erum við minnt á að hopandi jökull er merki um hlýnun jarðar sem leiðir til náttúruhamfara. Þessi skynjun á fallvaltleika náttúrunnar við aðstæður stýringar á náttúrunni og tæknilegra umsvifa manna gera okkur enn 6 Sjá skrif Guðbjargar R. Jóhannesdóttur aoioa og 2oiob um hugtak Merleau-Ponty um „hold“ en það hugtak nýtist til að skýra hvernig fegurðarupplifun á sér stað í aðstæðum þar sem hið huglæga og'hið hlutlæga eru hvorttveggja hluti af holdi heimsins og þannig samtvinnað. 7 Reyndar á þessi tegund fegurðar sér einnig forvera í forngrískum goðsagnaheimi, en dæmi um það er sagan um sírenurnar sem tæla sjómenn í Odysseifskviðu. 8 Petrarca 2009. 9 Jantzen 2004:195. 10 Weil 1951:115.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.