Hugur - 01.06.2011, Síða 123
HuGUR | 23. ÁR, 2011 | S. 121-131
Ólafur Páll Jónsson
Hugsandi manneskjur
1. Gagnrýnin hugsun og hugsandi manneskjur
Heimspekingum er gjarnt að persónugera ólíklegustu hluti og fyrirbæri. „Réttlæti
krefst sanngirni," segir einn, eins og réttlætið geti staðið upp og krafist einhvers.
„Lög boða og banna,“ segir annar, eins og lögin hafi rödd. „Gagnrýnin hugsun
samþykkir ekki hvað sem er,“ segir sá þriðji, eins og það standi uppá hugsunina að
samþykkja eða hafna einhverju frekar en manneskjuna sem kannski hugsar - og
kannski ekki. Stundum er gagnlegt að persónugera fyrirbæri með þessum hætti
því þannig er athyglinni beint að fyrirbærinu sem slíku, reynt að sjá það í ákveðn-
um tærleika og án þess að tilfallandi fylgifiskar þess úr raunheimi þvæhst fyrir. En
þótt heimspekingum sé persónugerving af þessu tagi töm þá hnjóta ýmsir aðrir
um hana og vilja jafnvel tala um atvinnusjúkdóm meðal heimspekinga. Megin-
einkenni sjúkdómsins er þá að þeim, sem haldinn er honum, líður best í félags-
skap hreinna hugtaka en horfir ekki til þess sem einkennir hf manneskja sem lifa
á mjög efnislegri og óreiðukenndri jörð. Samkvæmt þessari sjúkdómsgreiningu er
Platon líklega alræmdasti sjúklingurinn - bæði frægur, illa haldinn og stórtækur
smitberi.1 Kenning hans um að innsta eðli veruleikans séu frummyndir - tærir
og ómengaðir hlutir, hrein hugtök sem hlutlægur veruleiki - er kenning um að
allt sem orð á festir megi þekkja af fullkomnum skýrleika en að hin óreiðukennda
jörð sé einungis ófullkomin eftirmynd þessara frummynda og ekki tækt viðfang
þekkingar - á henni verði einungis höfð skoðun.2
Frummyndakenning Platons var draumur um að hægt væri að hugsa skýrt um
heiminn vegna þess að í eðli sínu væri hann fullkomlega skýr. Nemandi Platons,
Aristóteles, hafnaði þessari hugmynd. Hann sagði að okkur væri best að gefa upp
á bátinn drauminn um heim hinna hreinu, hlutlægu hugtaka og horfast í augu
1 Annar frægur sjúldingur er Descartes, en í Hugleiðingum um frumspeki (Descartes 2001) lýsir
hann því hvernig hann hyggst leggja traustan grunn að heimspeki sinni með því að byggja ein-
ungis á hugmyndum sem séu skýrar og greinilegar.
2 Afstaða Platons er reyndar dálítið breytileg eftir því hvaða samræða er lesin. Sú afstaða sem hér
er lýst birtist með skýrum hætti í Ríkijiu, 479 o.áfr. (Platon 1991) en í samræðunni Þeœtctosi virðist
Platon gera ráð fyrir að hinn efnislegi veruleiki geti verið viðfang þekkingar.