Hugur - 01.06.2011, Page 41

Hugur - 01.06.2011, Page 41
Náitúran, raunin og veran 39 honum heim á kvíaból hugtakanna í eitt skipti fyrir öll. Hinn hlutlægi veruleiki sem Askja táknar er sem sagt ekki allur þar sem hann er séður, og hann sér alltaf við okkur - en engu að síður er hann okkur sífellt nærtækur, hann er grunnurinn sem tilvera okkar hvílir á, án hans væri enginn veruleiki og raunar engin reynsla heldur. Þannig er hann alls staðar og hvergi, eins og Páll bendir á. Gott og vel - en enn og aftur spyrjum við: Hvaða afleiðingar hefur þessi upp- götvun fyrir okkur? Hvaða áhrif hefur hún á okkur? Svarið, svar Páls og svarið í reynd, er: við spyrjum. Við spyrjum „um þennan veruleika, hver hann sé og af hvaða tagi, hvaða öfl leiki þar lausum hala og hvernig megi verjast þeim“ (16). Við spyrjum, og við hljótum að spyrja, og það sem við spyrjum um getur ekki verið neitt annað en þessi hlutlægi og ókennilegi veruleiki og staða okkar í honum. Spurnin er okkur í blóð borin - í raun virðist hún vera sjálft eðliseinkenni okkar, réttlæting tilvistar okkar (í skilningi franska hugtaksins raison detre). Án spurn- arinnar „fáum við ekki lifað“, segir Páll - við verðum „að gera okkur einhverjar hugmyndir um þennan annarlega jarðneska veruleika sem við erum borin til“ (16). Við erum hugsandi verur - eða verur af tagi andans með orðalagi að hætti Hegels, eða þarvera (Dasein) í skilningi Heideggers - í krafti þess að við spyrjum, og látum raunar ekki nægja að spyrja heldur svörum við líka, við gerum okkur hugmyndir um veruleikann og stöðu okkar í honum. Á þennan hátt erum við, eins og franski fyrirbærafræðingurinn Maurice Merleau-Ponty orðaði það einkar snaggaralega, „dæmd til merkingar“.n * * * Skerpum nú aðeins á þeirri tvíræðni sem hér er á ferðinni og kom sem snöggvast upp á yfirborðið hér rétt á undan, þegar ég minntist á að Páll gerði sig ef til vill sekan um verklega mótsögn. Reynslan af Oskju, sú raun sem Páll varð fyrir eða komst í samband við um stundarsakir, virðist í senn handan allra orða, ómöguleg að tjá, og það sem kemur okkur til að tjá okkur, framleiða hugsanir og hugmyndir. Askja sem Raun, sem ég rita hér (og eftirleiðis) með stórum staf með tilvísunar til þeirrar myndar sem hugtakið tekur á sig í verkum Jacques Lacan, kemur þannig í senn fyrir sjónir sem hið endanlega tilefni tjáningarinnar og það sem tjáning- in nær að endingu aldrei til. Hún er, aftur með orðalagi sem sótt er til Lacans, viðfang-orsök tjáningarþarfarinnar, það sem kemur tjáningunni af stað en lætur hana aldrei ná í skottið á sér.12 Við - hinar hugsandi verur - hljótum að svara kalli Raunarinnar, æ ofan í æ, og leitast við að tákna þá reynslu, þá raun, sem við verðum fyrir - en það tekst aldrei fyllilega. Alltaf verður einhver afgangur, einhver leif sem við náðum ekki að negla niður eða færa inn fyrir landamerki hugsunar okkar og táknmáls. Á þennan hátt er Raunin ekkert annað en náttúran í þeim skilningi sem Páll leggur í orðið í grein sinni - þ.e. sá óræði og óráðni veruleiki sem tilvist okkar hvílir á og býr isenn hið ytra og hið innra. Þessi skilningur er náskyldur hugtaki n Merleau-Ponty 2008:124. 12 Á þennan hátt er Raunin nátengd því sem Lacan nefndi vidfangid litla a og skilgreindi sem við- fang-orsök löngunarinnar. Sjá Zizek 2007:128-129.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.