Hugur - 01.06.2011, Blaðsíða 82
8o
Róbert Jack
ins, t.d. frá líkama til sálar. Þetta gefur til kynna að líta ætti á líkamsstigið sem eitt,
því ef viðfangið skilgreinir stigið er einkennilegt að hafa t.d. eitt vísindastig en tvö
eða þrjú líkamsstig. Þá virðist ekki augljóst af hverju líkamsstigin ættu að vera tvö
eða þrjú frekar en fjögur, fimm, sex eða fleiri.
Vandinn er hins vegar að það kemur einfaldlega fram bæði í samantektinni og
almennu lýsingunni að byrja skal á að elska einn líkama og svo fleiri, eins og um
fleiri en eitt stig sé að ræða. Þar á móti má nefna að ósamræmi er á milli almennu
lýsingarinnar, þar sem talað er um að elska einn líkama og svo alla líkama, og
samantektarinnar þar sem talað er um einn, tvo og alla líkama. Þetta bendir ekki
til þess að Platon hafi haft skýra hugmynd um íjölda líkamsstiga. Hér virðist þó
mikilvægt að koma því til skila að til að byrja með sé einstaklingurinn eingöngu
fær um að beina athyglinni að einhverju einu í hvert sinn. Smátt og smátt fari
hann svo að átta sig á að sumir hlutir eru líkir hver öðrum og það má fella þá
undir eitt hugtak, eins og hugtakið „líkami". A endanum áttar maður sig svo á
því að allir líkamar eru líkir hver öðrum að svo miklu leyti sem þeir eru líkamar.
Líkamsstigin eru þá fleiri en eitt vegna þess að hér í upphafi „ástarstigans" er
einstaklingurinn að læra að para mismunandi hluti undir eitt hugtak. Þetta hefur
svo lærst þegar kemur að næsta viðfangi og því óþarfi að tala um fleiri en eitt
sálarstig.
Það að tala um mismunandi líkamsstig er þó óþarft til að koma þessu atriði til
skila. Það má einfaldlega tala um tilfærsluna til aukins skilnings á líkömum sem
þrep innan líkamsstigsins. Þannig má skilgreina stig með hliðsjón af aðalviðfangi
ástarinnar í hvert sinn. Stigin eru því almenn. Þrep eru hins vegar smærri og fleiri
en stig og lýsa breytingum innan stiganna sem ekki valda grundvaflarbreytingu
á sjónarhorninu. J.M.E. Moravcsik hefur fært góð rök fyrir þessum greinarmuni
á stigum og þrepum með því að greina einstök þrep í texta Platons. Hann sá að
þrepin sem finna má í umræðunni um líkama endurtaka sig með hflðstæðum
hætti þegar talað er um sálir og lífshætti.10 Slík endurtekning gefur til kynna
að hér megi sjá tvö mismunandi stig sem mótast af samskonar innra ferli, sem
reyndar kemur mjög heim og saman við það sem búast má við í þroskaferli. A
tilteknu stigi hefst ferlið á mikilli ást á viðfangi stigsins (t.d. líkama), næst eykst
skilningur á viðfanginu og loks dofnar ástin á því og verður móttækileg fyrir
nýju viðfangi (t.d. sál). Með þessu móti virðist skynsamlegt að líta á líkamsstigið
sem eitt stig sem felur í sér fleiri þrep. Þegar talað er um einn, tvo og þrjá lík-
ama í samantektinni má því frekar skilja það sem upprifjun á þessum mikilvægu
þrepum.”
Greiningu Moravcsiks má einnig nota sem vísbendingu um lausn á síðari vanda
okkar um stigskiptinguna, þ.e. vandanum um hvort sáfln og lífshættirnir tilheyra
einu eða tveimur stigum. Moravcsik greindi fimm þrep sem náðu yfir umfjöll-
unina um líkama og svo sambærileg fimm þrep sem náðu yfir umfjöllunina um
10 Moravcsik 1972: 285-287.
11 Einnig hafa verið færð rök fyrir þvi að samantektin endurspegli viðfangsefni ræðnanna sex í Sam-
drykkjunni. Sjá Foley 2010, Hahn 1985: 98-100 og Strauss 2001:237. Platon kann því að hafa aukið
við fjölda líkamsstiganna til að þau passi við ræðurnar.