Hugur - 01.06.2011, Page 71

Hugur - 01.06.2011, Page 71
6g Stóísk siðfræði og náttúruhyggja ytri gæða, bæði vegna þess að skelfileg áföll geti útilokað farsæld og af því að ytri gæði séu nauðsynleg fyrir sjálfa tilurð dyggðarinnar. Stóumenn halda því hins vegar fram, sem frægt er orðið, að versta veraldlega pína geti ekki komið í veg fyrir farsæld vitringsins, jafnvel þó að skynsemin bjóði honum að taka eigið líf þar sem hann hafi ekkert af því sem er í samræmi við náttúruna. Kostur þess að reka fleyg á milli þess sem er gott og alls hins sem er hlutlaust felst í því að farsæl manneskja, sem hlýtur þá að vera fuUkomlega skynsöm og dyggðug, er algerlega ónæm fyrir öllu sem kemur að utan. Hún er óhagganleg í sjálfræði eigin farsældar. Þess vegna segja stóumenn iðulega að einungis vitr- ingurinn sé sannarlega frjáls. Zenon skilgreinir reyndar farsæld einnig sem „gott flæði lífsins"38 og reynir þannig að tjá þá jákvæðu hugarró sem fylgir farsældinni. Hins vegar er fórnarkostnaður kenningarinnar nokkur. Það gengur gegn innsæi okkar að ómæld þjáning og gæfuleysi geti ekki hnikað farsæld hins dyggðuga. Staða þeirra viðfanga sem við kölluðum hlutlaus er athyglisverð. I vissum sldln- mgi skipta þau engu máli fyrir dyggðuga manneskju. Það breytir engu fyrir hana hvort hún er rík eða fátæk, heilbrigð eða heilsulaus, eða yfirleitt án alls þess sem er hlutlaust, hvort sem það er í samræmi við náttúruna eða ekki. Hlutlaus við- föng eru hvorki góð né vond. En í öðrum skilningi skipta þau máli fyrir dyggð- uga manneskju, því rétt breytni hennar, sem er viðeigandi breytni okkar hinna, felst í því að velja þá hluti sem eru í samræmi við náttúruna samkvæmt boðum skynseminnar. Stóumenn gera tilraun til þess að skýra hugmyndina með því að einskorða markmiðið við hið skynsamlega val sjálft og fjarlægja það viðfangi vals- ins, hinu hlutlausa. Vitaskuld var þessum hugmyndum ekki tekið með þögninni. Erkifjendur þeirra komu úr herbúðum Akademíunnar sem Platon hafði stofnað en var á þessum tíma vettvangur efahyggju. Þar fór Karneades fyrir. Hann færði rök gegn þeirri skoðun stóumanna að markmiðið fælist í skynsamlegu vah hluta sem eru i samræmi við náttúruna. Hann bendir (réttilega) á að samkvæmt stóumönnum skipti það engu máli fyrir skynsemina í valinu hvort sá sem velur öðlist í raun það sem hann velur og er í samræmi við náttúruna. Síðan bendir hann á að skynsemin í valinu hljóti að velta á því að miðað sé á markmiðið. En valið miðar aðeins á þá hluti sem eru í samræmi við náttúruna, þótt það sé ekki markmiðið að öðlast þá. Hafa þá stóumenn tvenns konar markmið, að velja og að öðlast? Gagnrýni Karneadesar kallaði fram nýja greiningu á vandamálinu og ný svör. Cicero segir: „við verðum í upphafi að fjarlægja þá villu að ætla að til séu tvö endanleg mark- mið. Því ef markmið manns væri að miða spjóti eða ör beint á eitthvað, þá myndi það samsvara kenningu okkar um hin endanlegu gæði ef hann gerði allt sem hann gæti til að miða beint. Eftir þessari h'kingu að dæma ætti að gera allt til að miða beint. Eigi að síður væri það markmið hans að gera allt til að ná markmiði S1’nu [...] en að hann hæfði markið væri eins og eitthvað sem ætti að velja [...].“39 Kandamálið sýnir í hnotskurn hugmynd stóumanna um að markmið lífsins sé 38 Stobajos 2.77. 39 Um endimörk góðs og ills 3.22. Um rökin gegn stóumönnum, sjá Striker 19963: 241-48.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.