Hugur - 01.06.2011, Síða 121
Hvað erfrumspeki?
119
með þessum hætti, er dregin inn í spurninguna um neindina, þá hlýtur hún að
vera orðin að vanda fyrir tilstilli spurningarinnar.
Einfaldleiki og skerpa hinnar vísindalegu tilveru felst í því að hún beinir atferli
sínu með sérstökum hætti að því sem er og einungis að því. Vísindin vilja varpa
neindinni fyrir róða á yfirlætislegan hátt. Nú verður aftur á móti ljóst með spurn-
ingunni um neindina, að þessi vísindalega tilvera er aðeins möguleg ef hún heldur
sér þegar út í neindina. Hún skilur fyrst sjálfa sig í því, sem hún er, ef hún varp-
ar ekki neindinni fyrir róða. Meint skarpskyggni og yfirburðir vísindanna verða
hlægileg ef þau taka neindina ekki alvarlega. Aðeins vegna þess að neindin er
opinber geta vísindin gert það sem er að viðfangsefni rannsókna. Aðeins ef tilvist
vísindanna kemur úr frumspekinni, geta þau í sífellu endurheimt eðlislægt hlut-
verlt sitt, sem er ekki fólgið í söfnun og flokkun upplýsinga, heldur í síendurtek-
inni afhjúpun heildarsviðs sannleikans í náttúrunni og sögunni.
Einungis vegna þess að neindin er opinber í grunni tilverunnar, getur hinn
fullkomni framandleiki þess sem er komið yfir okkur. Aðeins ef framandleiki
þess sem er þjarmar að okkur, vekur það og dregur að sér undrunina. Aðeins á
grundvelli undrunarinnar - þ.e. opinberunar neindarinnar - fæðist spurningin
„hvers vegna?“. Aðeins vegna þess að þetta „hvers vegna“ er mögulegt sem sh'kt,
erum við fær um að spyrja á ákveðinn hátt um rök og getum rökstutt. Aðeins
vegna þess að við getum spurt og rökstutt, eru örlög rannsakandans lögð í hendur
tilvistar okkar.
Spurningin um neindina setur okkur - spyrjendurna - sjálfa í spurn. Hún er
frumspekileg.
Mannleg tilvera getur aðeins beint atferli sínu að því sem er, ef hún heldur sér
út í neindina. Stigið út yfir það sem er gerist í eðli tilverunnar. Þetta yfirstig er
einmitt frumspekin sjálf. I þvf felst: Frumspekin tilheyrir „náttúru mannsins".
Hún er hvorki grein innan skólaheimspekinnar né vettvangur tilviljanakenndra
hugdetta. Frumspekin er grundvallaratburður í tilverunni. Hún er sjálf tilveran.
Vegna þess að sannleikur frumspekinnar býr í þessum botnlausa grunni, er næsti
nágranni hennar hin veglausa villa, sem sætir stöðugt færis. Af þessum sökum
kemst engin vísindaleg ögun í hálfkvisti við alvöru frumspeldnnar. Heimspekina
er aldrei hægt að mæla með mælistiku hugmyndar vísindanna.
Ef við höfum raunverulega spurt spurningarinnar um neindina, þá höfum við
ekki leitt okkur frumspekina fyrir sjónir utanfrá. Við höfúm ekki heldur „sett
okkur inn í hana“. Við getum alls ekld sett okkur inn í hana, vegna þess að við -
svo framarlega sem við erum til - stöndum ávallt þegar inni í henni. Physei gar, 0
phile, ensti tisphilosophia te tou andros dianoia (Platon, Faídros 2793.). Svo lengi sem
maðurinn er til, gerist á vissan hátt heimspeki. Heimspeki - sem við nefnum svo -
er gangsetning frumspekinnar, sem kemur henni til sjálfrar sín og sinna sérstöku
verkefna. Heimspekin fer aðeins í gang við einkennilegt stökk eigin tilvistar inn
í grundvallarmöguleika tilverunnar í heild. Fyrir þetta stökk skiptir sköpum að
skapa fyrst rými fyrir það sem er í heild og síðan að sleppa sér lausum í neindina,
þ.e. að losna undan hjáguðunum sem hver og einn á sér og er vanur að laumast