Hugur - 01.06.2011, Page 86
84
Róbert Jack
greinarmun í Ríkinu (VH.525b-c). Eins og við sáum þegar fengist var við þriðja
skilyrði þroskamódelsins er ekki hægt að gera ráð fyrir sértækri hugsun fyrr en á
vísindastiginu. Best er því að líta þannig á að á fyrsta stiginu sé fengist við einfalda
stærðfræði sem leggur grunn að hinni flóknari sértækari stærðfræði sem stunduð
er á þriðja stiginu. Þegar Moravcsik hyggst hafna því að fyrsta stigið geti verið
nauðsynlegt fyrir það þriðja og tekur dæmi af stærðfræðinni, gerir hann ekki ráð
fyrir að neitt stærðfræðilegt eigi sér stað á fyrsta stiginu. Við sjáum hins vegar að
það er eðlilegra að líta svo á að grunnur sé lagður að stærðfræðilegri hugsun strax
þar og þannig er fyrsta stigið, að minnsta kosti í tilfelli stærðfræðinnar, forsenda
hins þriðja.
Þótt gagnrýni Moravcsiks hafi þannig verið svarað vekur þessi lausn upp nýja
aðfinnslu. Eins og þroskanum hefur verið lýst er fengist við ákveðið viðfang á
hverju þroskastigi. Nú kemur hins vegar í ljós að vísindi sem virtust einskorðast
við þriðja stigið, þ.e. stærðfræði, eru einnig viðfangsefni á fyrsta stigi og væntan-
lega líka öðru stigi, þótt ekki verði íjallað um það hér. Hvernig má gera grein fyrir
því að vísindalega iðkun er einnig að finna á neðri þroskastigum?
Til að svara því skulum við h'ta nánar á samhengið framar í ræðu Díótímu þar
sem talað er um að manneskjan sé stöðugt að breytast. Þar nefnir Platon þrjú svið
mannsins sem eru breytingum undirorpin, þ.e. líkamann, sálina og þekkingar-
greinarnar, og svo hið guðlega svið sem er „ætíð fyllilega samt við sig“ (2o8a).
Þessi fjögur svið samsvara viðfangsefnum þroskastiganna fjögurra í „ástarstig-
anum“. Platon notar ekki orðalagið „svið mannsins" en ekki verður annað séð en
að hann eigi við eitthvað slíkt. Ef maðurinn á sér slík svið er ekki annað að sjá en
þau séu ávaljt öll til staðar, því svo að dæmi sé tekið héldi maður því varla fram að
einstaklingur á fyrsta þroskastiginu hefði bara líkama en enga sál og enga þekk-
ingu. Vandinn verður þá að sýna hvernig þessi ijögur svið sem ávallt eru til staðar
samsvara ijórum þroskastigum sem nauðsynlega koma fram í ákveðinni röð.
Hér er gagnlegt að sameina tvennt. Annars vegar það að hvert þroskastig hafi
ákveðið viðfang, til dæmis líkama eða vísindagrein eins og stærðfræði, og hins
vegar hugmyndina um víðara sjónarhorn á hverju þroskastigi (samanber umþöll-
un um þriðja skilyrði þroskamódelsins). Eins og áður kom fram er ekki óeðlilegt
að fólk sé upptekið af ákveðnum hlutum á ákveðnu þroskastigi. Það getur þó
ekki þýtt að ekkert annað komi við sögu á sama tíma. Hugmynd Platons um
svið mannsins gefur einmitt til kynna að einstaklingur á fyrsta þroskastiginu hafi
sál og einhvers konar þekkingu, eða að minnsta kosti skoðun, þótt hann sé fyrst
og fremst áhugasamur um líkama. Eðlilegt er þá að líta svo á að viðfangið sem
skilgreinir tiltekið þroskastig „ástarstigans“ tilgreini að hverju áhugi og athygli
einstaklings beindist öðru fremur, án þess að því sé haldið fram að viðföng hinna
þroskastiganna komi ekkert við sögu. Á sama tíma er mikilvægt að halda því til
haga að hverju þroskastigi fylgir ákveðið sjónarhorn eða hugsun sem hefur náð
ákveðnum þroska, sem skilgreinir hvernig hugsað er um þau viðföng sem koma
við sögu. Þannig má segja í ljósi dæmisins um stærðfræðina að vísindagreinarnar
komi í einhverjum skilningi við sögu á lægri þroskastigum, en þar sé ekki feng-
ist við þær með þeim skipulega og þroskaða hætti sem gert er á þriðja stiginu.