Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Blaðsíða 19
HELGI HÁLFDANARSON
Vegur að heiman - vegur lieim
Vel mætti það verk leggjast fyrir
einhvern glöggan listkönnuð að
lesa sundur hinar ýmsu listhneigðir
að baki þeim kveðskap öllum sem ís-
lenzkt fólk föndraði við í dagsins
önn á horfinni tíð. Lífskjör þessarar
þjóðar voru löngum slík, að sérhver
þrá til listrænnar sköpunar sem
bærði væng í frónskum barmi, átti
sér tíðast aðeins eina lausn, þar sem
var bragstyrkur íslenzkrar tungu; ís-
lenzkur listamaður hlaut að jafnaði
að yrkja, á hvaða sviði listanna sem
eðlisfar hans átti sér kjörinn vett-
vang. Málarinn, tónsnillingurinn,
dansmærin, leikarinn, öll áttu þau
eitt athvarf, — í bragar túni.
En ekki tók íslenzka þjóð fyrr að
rétta úr kútnum, en fjölmenn sveit
stóð upp frá því allsherjar Yggjar
sumbli sem svo fast var setið að um
aldir, og leitaði listgáfu þjóðarinnar
nýrra viðfanga. Og fyrr en varir er
ný fjölþætt list sprottin upp úr ís-
lenzku þjóðlífi og staðháttum, og
ungir listamenn sækja henni nýtt
frjómagn þangað sem bezt grær í
umheimi. Einna umsvifamest verður
myndlistin, sem nemur landið á ný,
sveitir þess, fjöll og svanaheiðar, og
skyggnist um hraun og lyngmó, bæj-
arhús og hulduhamra.
Meðal hinna ungu málara, sem ut-
an leituðu til náms snemma á öðrum
fjórðungi þessarar aldar, var sá er
síðar kvað:
Geng ég og þræði
grýtta og mjóa
rökkvaða stigu
rauðra móa;
glóir, liðast
lind ofan þýfða tó,
kliðar við stráin:
kyrrð, ró.
Og enn kvað hann:
Litir haustsins
í lynginu brenna;
húmblámans elfur
hrynja, renna
í bálin rauðu,
rýkur um hól og klett
svanvængjuð þoka
sviflétt.
TÍMARIT MÁLS OC MENNINCAR
113
8