Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Síða 80
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
friðarins. Með herstöðvum og hern-
aðarsamningum var þjóðinni aug-
Ijóslega stofnað í hættu, þjóðernis-
lega og menningarlega, og tilveru
hennar í voða í kjarnorkustríði.
Hernaðarþátttaka af íslands hálfu
var um leið hlálega smánarleg út á
við, auglýsti fyrir heiminum að ís-
land væri leigt land með skert sjálfs-
forræði og að litlu metandi sem sjálf-
stætt ríki. Og almenningur í Evrópu
leit með ótta til herstöðvanna hér á
Islandi sein Bandaríkin á þessum ár-
um auglýstu opinskátt sem stöðvar
til kjarnorkuárásar á borgir Evrópu,
og voru ekki fá landabréfin gefin út
með örvum sem stefndu héðan til ev-
rópuborga og þá ekki sízt til borga í
Sovétríkjunum.
Öllum sem bera fyrir brjósti sjálf-
stæði og virðing íslenzku þjóðarinn-
ar og líf hennar í framtíð hlaut að
vera það kappsmál að koma íslend-
ingum heima fyrir í skilning um þá
reginfirru sem stóð á bak við íslenzk
herstöðvamál, og jafnhliða að gera
heimi kunnugt, ekki sízt evrópuþjóð-
unum, að það væri ekki vilji íslend-
inga að hér væri herstöð og her al-
búinn til árása á þær í næstu heims-
styrjöld. Yirðing, hagsmunir og álit
íslands í heiminum krafðist þess að
öðrum þjóðum væri kunngert um
friðarvilja íslendinga og einlæga ósk
almennings hér að lifa í góðri sam-
búð við aðrar þjóðir. Gagnvart
Sovétríkjunum sem aldrei höfðu gert
neitt á hluta íslendinga og höfðu síð-
ur en svo neinar árásir í huga, var
skylt að þau fengju að vita að til
væri fólk á íslandi sem ekki tryði á
þennan uppspuna og vildi einungis
góða sambúð, frið, vináttu og menn-
ingarleg tengsl við sovétþjóðirnar.
Stofnun MÍR var þannig á sínum
tíma ekki aðeins menningarmál,
heldur hagsinuna- og sjálfstæðismál
þjóðarinnar, á sama hátt og þátttaka
íslands í friðarhreyfingu heimsins.
Hernaðarsinnar hér vildu halda ís-
landi einangruðu fyrir vestrið og
auðvaldsstefnu sína innanlands, jafn-
vel rjúfa verzlunarsambönd við
Sovétríkin og þjóðirnar í austri, ís-
landi í beinan fjárhagslegan óhag
eins og á daginn kom. Við sem að
MÍR höfum staðið og einnig starfað
í heimsfriðarsamtökunum vildum
vinna íslandi friðarálit og samúð
með þjóðunum, bæði í austri og
vestri, og hreinsa herstöðvaóorðið af
þjóðinni. Vináttufélög við Sovétrík-
in, Kína og aðrar þjóðir í austri,
málflutningur íslendinga á friðar-
þingum, undirskriftarsafnanir hér
heima að Stokkhólms- og Vínar-
ávarpinu, menningarframlag íslands
í friðaranda, hefur allt orðið til að
sannfæra þjóðir heimsins um það að
íslendingar eiga sjálfstæðan vilja til
að vera frjálsir og lifa í friði við all-
ar þjóðir.
Þegar sú stund síðan rann upp,
28. marz í ár, að meirihluti alþingis
174