Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Side 121

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Side 121
SIGMUND FREUD þau væru, sem síðar leiddu til geð- truflana. Nánari vitneskju hafa þó síðari tíma athuganir fært okkur um þetta. Freud og samtíðarmenn hans lögðu hér of mikla áherzlu á einstök atvik, svo sem ofsahræðslu eða ýmis áföll, sem gleymdust og yllu síðar geðtruflunum. Slíkt getur að vísu komið fyrir, en nú á tímum er talið, að heildaraðstaða barnsins í upp- vextinum og samband þess við for- eldra og aðra hafi hér meira að segja en einstök óhöpp eða áföll. T. d. má nú telja víst, að miklu máli skipti fyrir andlega heilbrigði síðar, að börn njóti þegar fyrstu mánuði æv- innar umhyggju og ástúðar einhvers, sem þau geta treyst fyllilega, móður sinnar eða einhvers, sem getur kom- ið í hennar stað, að vináttutengsl nái að myndast milli barna og uppal- anda, að ekki gæti um of stefnuleys- is eða ósamkvæmni í uppeldinu, og þannig mætti lengi telja. Tilgátur og fræðikenningar Freuds og annarra sálkönnuða hafa orðið sálfræðingum, uppeldisfræðingum og geðlæknum hvöt til rannsókna á mik- ilvægi uppeldisins fyrir andlega heil- brigði. Má sem dæmi nefna hina merku rannsókn, sem enski geðlækn- irinn Bowlby hafði umsjón með og fram fór rétt eftir síðustu heimsstyrj- öld. Rannsókn þessi var fólgin í að safna nákvæmum upplýsingum um uppeldisskilyrði fjölda fólks, sem var geðveilt eða taugaveiklað, svo og afbrotamanna, drykkjusjúklinga og margja fleiri, sem hafði ekki tekizt að laga sig að þióðfélaginu á venju- legan eða æskiiegan hátt. Kom í ljós, að vandræði þessa fólks mátti yfirleitt rekja til mjög óheppilegra uppeldisskilyrða fyrstui æviárin. Var einkum áberandi, að böra, sem alizt höfðu upp á stofnunum og uppeldishælum, þar sem uppeldi er ópersónulegt og geðræn tengsl ná ekki að myndast milli uppalenda og barna, urðu miklu frekar andlega vanheil en börn þau, sem ólust upp hjá foreldrum sínum, jafnvel þótt efnahagur foreldra væri lélegur og aðbúð á heimilum þeirra miklu lak- ari en á uppeldisstofnunum hvað húsnæði, fæði, hreinlæti og þvflíkt snerti. En hver er þá staða sálkönnunar- innar í dag, og hvaða gildi hefur verk Freuds haft fyrir sálfræðina? Freud má einkum þakka tvennt. í fyrsta lagi fann hann upp og mótaði nýja rannsóknar- og lækning- araðferð, sem ég hef lýst. Þótt að- ferð þessi hafi síðar verið endurbætt er hún í aðalatriðum hin sama og byggir á grundvelli þeim, sem Freud lagði. Hann var hér brautryðjandinn og án verks hans hefði þróun síðari tíma á þessu sviði verið óhugsandi. í öðru lagi setti hann fram marg- ar tilgátur og fræðikenningar, sem 215
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.