Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Side 65

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Side 65
HENRIK IBSEN safninu á Bygdöy — það er allt og sumt. Þegar við berum þennan vesaldóm saman við þá ræktarsemi sem aðrar þjóðir sýna minningu sinna miklu skálda og hugsuða, þarf maður að hafa bjargfasta trú á því að í slíkum efnum sé það þrátt fyrir allt andinn en ekki safngripir sem máli skiptir. Það felst mikil hughreysting í slík- um hugsunum. En ofurlitla Ibsens- stofnun ætti landið þó að geta kost- að. Þó undarlegt kunni að virðast er enn engin sú stofnun til sem á vís- indalegan hátt safnar og vinnur úr þeim stórfellda efniviði sem til er um Ibsen og verk hans, eða þó ekki væri nema að gera hann aðgengilegan þeim sem vildu rannsaka hann. Ibsen hlotnaðist það að verða gerður að dýrlingi í lifanda lífi, og það svo rækilega að sjálfur Brandur — presturinn Christopher Bruun — hélt yfir honum líkræðuna. Konung- ur, ríkisstjórn, stórþingið, prestar og herforingj ar mættu allir með tölu við jarðarförina og háttsettur embættis- maður bar kodda með heiðursmerkj- um hins látna. Það hlýtur að hafa verið hrífandi sjónleikur. Að minnsta kosti hefur þýzkum bók- menntamanni einum víst fundizt það, því hann skrifaði heim til sín: „Norsk yfirvöld ólu hjá sér illan anda, er þau jörðuðu metorða- mann.“ Á árunum milli heimsstyrjaldanna var það í tízku að yppta öxlum ef minnzt var á Ibsen gamla og álíta hann úreltan. Ibsens-dýrkunin, sem risið hafði hæst kringum aldamótin bæði í Þýzkalandi, Rússlandi og öðr- um löndum, var búin að vera. En á síðustu árum hefur orðið vart bæði hér heima á fjallinu og úti í heimi einhvers sem líkist Ibsens-endurreisn- artímabili. í fyrsti skipti hefur það nú tekizt, með aðstoð útvarpsins, að kynna almenningi leikrit Ibsens. Á því er enginn vafi að það er raunsæi Ibsens og mannúðarstefna sem er grundvöllur þessa áhuga. Áhrif Ibsens á nútíðar leikritun verða vart ofmetin. Bernard Shaw, Gerhard Hauptmann, O’Neill og margir margir fleiri eiga honum mikið að þakka. Bernard Shaw gaf út þegar árið 1891 skarpskyggna skýr- greiningu á verkum Ibsens. „Quin- tessence of Ibsenism“, sem er, ef frá eru dregnir gallar sem stafa af van- þekkingu hans á norsku þjóðlífi og sögu, meira virði en allt sem norskir Ibsens-gagnrýnendur hafa sett sam- an á heilli öld. Þessi bók hefur ekki verið þýdd á norsku og varla minnzt á hana hér hingaðtil. Sem kunnugt er dvaldi Ibsen er- lendis næstum óslitið frá 18(54 til 1891, fyrst á Ítalíu, síðan í Þýzka- landi. Þjóð hans viðurkenndi hann þá fyrst er hann var orðinn frægur utanlands. Þess er vert að minnast að það var „Hið unga Þýzkaland", 159
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.