Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Síða 176

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Síða 176
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR fræðilegum áhuga. Enda þótt hann fyrir- liti allar bábiljur, mátti söfnunarhneigðin sín meira. En enginn skriður varð á söfn- un og ritun þjóðsagna fyrr en fram kom á 19. öld. Þá hækkuðu þessar alþýðlegu hjátrúarsögur í metum fróðra manna, og má rekja þá breytingu til nágranna okkar í Þýzkalandi og á Norðurlöndum, en þar hófst söfnun þjóðsagna nokkru fyrr en hér á landi. Brautryðjendur og mestir áhrifa- menn í þeim efnum voru bræðumir Grimm í Þýzkalandi. Ævintýrasafn þeirra hið fræga birtist á árunum 1812—1815, og þá varð smám saman lýðum ljóst að sögur þær sem áður höfðu verið kenndar við hindurvitni og kerlingarvillu, voru í senn skemmtilegur lestur og merk heimild um líf og menningu þjóðanna. Hér urðu for- göngumenn tveir ungir stúdentar, Jón Ámason og Magnús Grímsson. Fyrsti á- vöxtur af iðju þeirra var lítið kver, ís- lenzk ævintýri, sem út var gefið í Reykja- vík 1852. Þetta sýnishom átti fáum vinum að fagna á íslandi, og kvað síðan lítt að söfnun þeirra félaga um nokkur ár. En 1858 kom hingað frægur þýzkur fræðimað- ur og íslandsvinur, Konráð Maurer, og dvaldist hér hásumartímann. Hann taldi ekki ósamboðið virðingu sinni að skrá- setja þjóðsögur og safnaði hér á skammri stund furðulega miklu af sögum, sem hann þýddi á þýzka tungu og gaf út árið 1860 (Islandische Volkssagen der Gegenwart). Þá vaknaði hér heima virðing manna fyrir slíkum sögum, og áhugi Jóns Ámasonar glæddist á nýjan leik. Magnús Grímsson féll í valinn um þessar mundir, en Jón hélt söfnuninni áfram af mikilli atorku og eign- aðist brátt óhemjustórt safn þjóðsagna í handritum. Urval þessa safns var gefið út í Leipzig í tveimur bindum 1862 og 1864. Hér er ætlunin að fara fáum orðum um útgáfur þjóðsagna Jóns Ámasonar, en hins vegar ekki staður til að fjalla um sögum- ar sjálfar, enda hefur það áður verið gert af vel hæfum mönnum. Má einkum benda á bók Einars 01. Sveinssonar: Um íslenzk- ar þjóðsögur. Fræðimenn hafa fyrir löngu skipað þjóðsögunum í flokk hinna sígildu rita þjóðarinnar, og hefur hinum beztu verið jafnað til Islendinga sagna um mál- far og frásagnarlist. Og almenningur lagði á þær sinn dóm með því að lesa fyrstu út gáfu til agna á fáeinum áratugum. Jón Ámason sagði oft á efri árum sínum: „Það er mesta gleðin mín í lífinu að ég hef hvergi séð nema rifnar og skítugar þjóðsögur" (sögn Theodóm Thoroddsen í Skími 1919). Síðan hafa margir fetað í spor Jóns Árnasonar og safnað þjóðsög- um, en safn hans verður þó alla stund langsamlega merkast. Hann naut þess að hann kom að óruddri mörk, enda voru og margir þeirra manna sem skráðu sögur í safn hans frábærir sagnameistarar. Og aldrei síðan mun nokkrum manni gefast slíkt færi sem Jóni Ámasyni, því að mergjaðar þjóðsögur em nú hættar að skapast. Rafljósin hafa tortímt draugunum, útilegumenn eiga sér hvergi hulin pláss eða yfirskyggða dali, bókaflaumur og ým- iss konar dægrastytting fer með hina munnlegu sagnalist. Á öðmm tug þessarar aldar hófst Sögu- félagið handa um nýja prentun þjóðsagn- anna. Af fjárhagsástæðum varð það úr að ljósprenta fyrstu útgáfu. Maurer hafði af miklum drengskap útvegað kostnaðarmann þeirrar prentunar og sjálfur lesið prófark- irnar. En þótt hann væri vel fær á íslenzkt mál, þá galt sú útgáfa þess að hann var erlendur maður og hinir íslenzku höfuð- smiðir þjóðsagnanna hvergi nærri til að leggja síðustu hönd á verkið, enda mun það ekki hafa verið að öllu leyti vel til prentunar búið af hálfu Jóns Ámasonar. I frumútgáfunni var því mikið um villur og rangfærslur, og úr því var auðvitað 270
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.