Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Side 169
ÍSLENZKAR BÓKMENNTIR ERLENDIS
þar sem minnzt er á landnám íslands og
nokkuð sagt frá þjóðfélagsháttum íslend-
inga í fomöld, vitnað m. a. í rit Einars
Olgeirssonar, Ættasamfélag og ríkisvald í
þjóðveldi íslendinga. Síðan segir frá
tengslum fomíslenzku við önnur fomnor-
ræn mál, rúnaristum, fyrstu málfræðirit-
gerðinni og nokkmm elztu ritum, svo sem
Reykholts máldaga, Rímbeglu, eddum og
nokkrum Islendinga sögum, sömuleiðis
handritasöfnun Árna Magnússonar. Loks
er í innganginum dálítil ritaskrá, um mál-
fræðibækur, orðabækur og útgáfur. Þar
segir frá hinni fyrstu íslenzku málfræði á
rússnesku, Grammatíka islandskogo jazyka,
St. Pétursborg 1849, eftir S. Sabínín, sem
trúlega hefur þekkingu sína úr ritum
Rasks.
Þá kemur kafli um hljóðfræði fornmáls-
ins, framburð og hljóðbreytingar, síðan
aðrir kaflar um beygingar, orðskipun
(setningafræði) og orðmyndun. Virðist
höf. byggja á alþekktri bók eftir Þjóðverj-
ann Andreas Heusler, en samræming Rúss-
ans er þó ekki eins fornleg og nærlægari
síðari tíma íslenzku. Það er vel, þegar
fræðibókahöfundar em svo lítillátir að
taka góðar bækur sér til fyrirmyndar, og
það var vel valið að taka bók Heuslers til
þess. Og frávik Rússans frá „samræmdri
stafsetningu fomri“ Heuslers em góð og
tvímælalaus ávinningur þeim sem vilja
kynna sér nvíslenzku.
Síðari kafli kennslubókarinnar er les-
kaflar (43 bls.) og orðasafn (59 bls.). Les-
málið er úr Skáldskaparmálum Eddu, Eyr-
byggja sögu, Egils sögu, íslendingabók,
Njálu (um brennuna), Þrymskviða og
Guðrúnarkviða hin fyrsta. Nokkrar myndir
em í textanum; þær beztu em eftir mynd-
um á fomminjum, en enginn kunnugur
getur þekkt að myndin sé frá Odda sú
sem sögð er þaðan, og mun hún vera frá
Hlíðarenda. Heilsíðumyndir eru af hand-
ritum, tveimur blaðsíðum úr Codex regius
2365, og hefðu landslagsmyndimar gjam-
an mátt vera eins sannar. En vitanlega em
slíkar myndir aukaatriði í bók sem þess-
ari.
Hin bók Steblín-Kamenskíjs er saga
norrænna mála, fstoríja skandínavskíkh
jazykov, og kom út í Moskvu 1953 á veg-
um vísindaakademíu Sovétríkjanna. Þetta
er 340 blaðsíðna bók og skiptist f fimm
þætti, inngang, hljóðfræði, beygingar, orð-
myndunarfræði eða orðfræði (leksíka) og
viðbæti.
í inngangi segir frá norrænum málum
almennt, skiptingu þeirra og skyldleika,
rúnaristum (með góðum myndum) og sér-
stakir kaflar em þar um norrænu málin,
dönsku, sænsku, norsku, íslenzku og fær-
eysku. í kaflanum um norsku segir m. 6.
frá málstreitunni og ýmsum skömngum
norskra málvísinda, svo sem Ivar Aasen og
Didrik A. Seip, auk þess sem minnzt er á
nokkur helztu skáld Norðmanna, og er
þessi kafli allrækilegur (18 bls.). Kaflinn
um íslenzku er miklu minni (2% bls.) og
hefur frásögnina á 13. öld er íslenzka og
norska tóku að greinast. Ruglað er þar
með nafn Guðbrands Þorlákssonar biskups
og hann kallaður Guðmundur. Síðan er
sagt frá erlendum áhrifum á íslenzku, Egg-
erti Ólafssyni, Fjölni, Rask og stafsetning-
arbótum hans, Sveinbimi Egilssyni og loks
þjóðsögum Jóns Ámasonar, sem táldar em
með réttu einn mikilvægasti þáttur í sköp-
un íslenzks ritmáls á seinni tíð. Enn minni
er kaflinn um færeysku, en þó sagt frá
ýmsum staðreyndum færeyskrar málsögu.
Yfirleitt virðist inngangurinn góður til yf-
irlits og fullur af fróðleik.
í hljóðfræðiþættinum er norrænt hljóð-
kerfi borið saman við slavneskt, sagt frá
klofningu samnorrænu í einstök mál og
sagt frá nokkmm helztu hljóðkerfisein-
263