Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Side 169

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Side 169
ÍSLENZKAR BÓKMENNTIR ERLENDIS þar sem minnzt er á landnám íslands og nokkuð sagt frá þjóðfélagsháttum íslend- inga í fomöld, vitnað m. a. í rit Einars Olgeirssonar, Ættasamfélag og ríkisvald í þjóðveldi íslendinga. Síðan segir frá tengslum fomíslenzku við önnur fomnor- ræn mál, rúnaristum, fyrstu málfræðirit- gerðinni og nokkmm elztu ritum, svo sem Reykholts máldaga, Rímbeglu, eddum og nokkrum Islendinga sögum, sömuleiðis handritasöfnun Árna Magnússonar. Loks er í innganginum dálítil ritaskrá, um mál- fræðibækur, orðabækur og útgáfur. Þar segir frá hinni fyrstu íslenzku málfræði á rússnesku, Grammatíka islandskogo jazyka, St. Pétursborg 1849, eftir S. Sabínín, sem trúlega hefur þekkingu sína úr ritum Rasks. Þá kemur kafli um hljóðfræði fornmáls- ins, framburð og hljóðbreytingar, síðan aðrir kaflar um beygingar, orðskipun (setningafræði) og orðmyndun. Virðist höf. byggja á alþekktri bók eftir Þjóðverj- ann Andreas Heusler, en samræming Rúss- ans er þó ekki eins fornleg og nærlægari síðari tíma íslenzku. Það er vel, þegar fræðibókahöfundar em svo lítillátir að taka góðar bækur sér til fyrirmyndar, og það var vel valið að taka bók Heuslers til þess. Og frávik Rússans frá „samræmdri stafsetningu fomri“ Heuslers em góð og tvímælalaus ávinningur þeim sem vilja kynna sér nvíslenzku. Síðari kafli kennslubókarinnar er les- kaflar (43 bls.) og orðasafn (59 bls.). Les- málið er úr Skáldskaparmálum Eddu, Eyr- byggja sögu, Egils sögu, íslendingabók, Njálu (um brennuna), Þrymskviða og Guðrúnarkviða hin fyrsta. Nokkrar myndir em í textanum; þær beztu em eftir mynd- um á fomminjum, en enginn kunnugur getur þekkt að myndin sé frá Odda sú sem sögð er þaðan, og mun hún vera frá Hlíðarenda. Heilsíðumyndir eru af hand- ritum, tveimur blaðsíðum úr Codex regius 2365, og hefðu landslagsmyndimar gjam- an mátt vera eins sannar. En vitanlega em slíkar myndir aukaatriði í bók sem þess- ari. Hin bók Steblín-Kamenskíjs er saga norrænna mála, fstoríja skandínavskíkh jazykov, og kom út í Moskvu 1953 á veg- um vísindaakademíu Sovétríkjanna. Þetta er 340 blaðsíðna bók og skiptist f fimm þætti, inngang, hljóðfræði, beygingar, orð- myndunarfræði eða orðfræði (leksíka) og viðbæti. í inngangi segir frá norrænum málum almennt, skiptingu þeirra og skyldleika, rúnaristum (með góðum myndum) og sér- stakir kaflar em þar um norrænu málin, dönsku, sænsku, norsku, íslenzku og fær- eysku. í kaflanum um norsku segir m. 6. frá málstreitunni og ýmsum skömngum norskra málvísinda, svo sem Ivar Aasen og Didrik A. Seip, auk þess sem minnzt er á nokkur helztu skáld Norðmanna, og er þessi kafli allrækilegur (18 bls.). Kaflinn um íslenzku er miklu minni (2% bls.) og hefur frásögnina á 13. öld er íslenzka og norska tóku að greinast. Ruglað er þar með nafn Guðbrands Þorlákssonar biskups og hann kallaður Guðmundur. Síðan er sagt frá erlendum áhrifum á íslenzku, Egg- erti Ólafssyni, Fjölni, Rask og stafsetning- arbótum hans, Sveinbimi Egilssyni og loks þjóðsögum Jóns Ámasonar, sem táldar em með réttu einn mikilvægasti þáttur í sköp- un íslenzks ritmáls á seinni tíð. Enn minni er kaflinn um færeysku, en þó sagt frá ýmsum staðreyndum færeyskrar málsögu. Yfirleitt virðist inngangurinn góður til yf- irlits og fullur af fróðleik. í hljóðfræðiþættinum er norrænt hljóð- kerfi borið saman við slavneskt, sagt frá klofningu samnorrænu í einstök mál og sagt frá nokkmm helztu hljóðkerfisein- 263
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.