Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Blaðsíða 154

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Blaðsíða 154
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ir rafmagnsdælu sem þeir höfðu feng- ið nýlega til að dæla vatni úr brunni upp á hrísgrjónaakrana. En skammt þaðan var annar brunnur í kálgarði þar sem asni gekk í kringum vatnshjól og dældi smáseytlum af vatni upp í rennur á milli beða. Landbúnaðarvél- ar áttu bændurnir ekki, en fengu þær léðar frá vélastöð ríkisins skammt þaðan. Akrarnir voru prýðilega hirtir og öll umgengni á þeim í bezta lagi. Hins vegar voru byggingar fátækleg- ar og torskilið hvernig þessi íbúa- fjöldi mætti komast þar fvrir. En okk- ur var sagt að öll áherzla hefði verið lögð á jarðræktina enn sem komið væri, íbúðarhúsin kæmu seinna. Og á því er enginn vafi. Þegar við vorum að fara úr þorpinu sáum við börnin koma úr skólanum. Þau voru hrein og hraustleg og þokkalega klædd; um það bil sem þau verða vaxin úr grasi munu þau naumast una þeim húsa- kynnum sem forfeður þeirra hafa orð- ið að nýta um langan aldur. Forn menning og ný Það er mikil lífsreynsla fyrir mann sem lengstuin lifir og hrærist í heimi bóka og annars lesmáls að vera allt í einu kominn í land þar sem hann er ekki aðeins mállaus nema fyrir munn túlka, heldur einnig með öllu ólæs, jafnvel á einföldustu hluti svo sem götunöfn og aðrar opinberar leið- beiningar á strætum úti. Sumir okkar höfðu haft það sér til dundurs á leið- inni í gegnum Ráðstjórnarríkin að stafa sig fram úr auglýsingum, mat- seðlum og öðrum viðlíka bókmennt- um með tilstyrk rússneskrar vasaorða- bókar, og þótti nógu erfitt, en þegar komið var til Kína fannst okkur sem allir vegir hefðu verið færir í Rússa- veldi hjá því sem nú var fyrir augum og eyrum. Og ekki batnaði sálar- ástandið þegar farið var ofurlítið að hnýsast í bóklega menningu þessarar merkilegu þjóðar. Heimsókn okkar á þjóðbókasafnið í Peking verður mér lengi hugstæð. Þarna stóðu endalaus- ar hilluraðir — í safninu eru um hálf fimmta miljón binda — að langmestu leyti fullar af bókum á kínversku, bókmenntum stórþjóðar í hátt á þriðja þúsund ár, og obbinn af þessu lokuð bók fyrir vestrænum mönnum. Okkur voru sýndar bækur sem prent- aðar voru austur þar um sama leyti og Hrafna-Flóki gleymdi að heyja handa skjátunum sínum og varð fyrsti hor- kóngur á íslandi. Og þessar bækur geta Kínverjar lesið þann dag í dag, svo er hinu óárennilega letri þeirra fyrir að þakka, því að það hefur litl- um breytingum tekið síðan prentöld þeirra hófst. En um það leyti sem fs- land byggðist áttu þeir klassískar bók- menntir sem voru meira en þúsund ára gamlar. íslenzkar fornbókmenntir og samhengið í íslenzkum bókmennt- um eru engar sérlegar stórfréttir hjá slíkri þjóð. En við sáum nóga aðra vitnisburði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.