Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Side 32

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Side 32
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR skildu Fjölnismenn, þessir skóla- gengnu sveitapiltar, er þeir vöktu okkar þungsvæfu þjóð til dáða. Þeir Jónas Hallgrímsson og Konráð Gíslason þýddu í sameiningu lítinn kafla úr Ferðamyndum Heines og birtu í fyrsta árgangi Fjölnis. Þeir kynna íslendingum hið þýzka skáld á þessa lund: „Fáir menn munu vera sjálfum sér ólíkari, — nema þegar hann talar um frelsið, þá er hann ævinlega sjálfum sér samur, því Hænir ann frelsinu einsog allir þeir, sem beztir og vitrastir eru ...“ Heinrich Heine kunni sögu frönsku byltingarinnar niður í kjöl- inn og þreyttist aldrei á að rannsaka hana. En ást hans á byltingunni var ekki runnin frá bóklegri þekkingu einni saman. Hann hafði lifað þessa byltingu sjálfur í ættborg sinni Dús- seldorf. Tveimur árum áður en Heine fæddist var Dússeldorf her- numin af franska byltingarhernum ásamt hertogadæminu Berg við Rín. Borgin var síðan í höndum hinnar frönsku herstjórnar til ársins 1801. Árið 1806 varð Max Joseph hertogi að afhenda landið Napóleon og síð- an laut það og höfuðborgin Dússel- dorf franskri stjórn þangað til í nóv- ember 1813, er veldi Napóleons var hrundið. Heima á Frakklandi hafði franska byltingin mokað Ágíasarflór aðalsveldisins í efnahagsmálum, fé- lagsmálum og réttarfari. Nú fór hinu sama fram í ættlandi Heines, her- togadæminu Berg. Hið gamla léns- veldi í sveitunum var afnumið, lénskur eignarréttur og bændaánauð úr gildi numin, bændurnir fengu jarðirnar til eignar og ábúðar án binna gömlu lénsku kvaða. Miðalda- ákvæðin um bann við giftingum að- alsmanna, borgara og bænda voru úr gildi felld, lögbók Napóleons, Code Napoleon, sem byltingin hafði sjálf gengið frá í meginatriðum, var leidd í lög og hin þýzku Rínarhéruð fengu nú réttarskipun í samræmi við þarfir borgaralegs þjóðfélags nútímans. Yerzlun og viðskiptalíf uxu eins og fífill í túni við hin nýju skilyrði, er franska byltingin hafði skapað. Það var því engin tilviljun, að Rínarhér- uðin urðu vagga hinnar þýzku stór- borgarastéttar. En engir höfðu þó meiri ástæðu til að fagna hinni frönsku stjórn í Rínarhéruðunum en Gyðingar. Um allt Þýzkaland eru Gyðingar um þetta leyti lokaðir inni í hverfum sínum eins og fé í rétt, út- skúfaður trúar-þjóðflokkur. Nú var Gyðingum Rínarhéraðanna veitt fullkomið borgaralegt jafnrétti við kristna þegna. Menn hafa stundum hlegið að hinni ofsalegu Napóleons- dýrkun Heines — en var það nokkur furða þótt hann hyllti þennan mann, sem hafði létt böli margra alda af kynbræðrum hans? Heine tignaði Napóleon fyrst og fremst sem son hinnar miklu frönsku byltingar, arf- taka þess mannfrelsis, sem byltingin 126
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.