Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Síða 26
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
sleppt orðinu en Rínarljóðið um
hina fögru norn, er seiddi til sín far-
mennina, smýgur inn í hvern krók
og kima. Mollý og Lóní Mende eru
keppinautar á markaði ástarinnar
svo vel á degi sem nóttu, en nú hafa
þær tekizt í hendur og vagga sér
eftir hljóðfallinu. Það slaknar á hin-
um hörðu dráttum útigöngustúlkn-
arina, sem eru komnar hingað til
Berlínar frá öllum landshornum,
kannski finnst þeim þær vera ör-
laganautar farmannsins, sem gáði
hvorki skips né stefnu, en horfði
bergnuminn á freistinguna:
Den Schiffer im kleinen Schiffe
Ergreift es mit wildem Weh;
Er schaut nicht die Felsenriffe,
Er schaut nur hinauf in die Höh’.
Þegar ljóðinu er lokið, snýr sér að
mér flugmaðurinn við háborðið og
segir með því drembilæti, sem Þjóð-
verjum er tamt, er þeir eru einkenn-
isklæddir: Wissen Sie nicht in
welchem Lande Sie leben? Það slær
ónotalegri þögn á alla. Við höfum
gleymt því, að við höfum sungið ljóð
og lag, sem í raun og veru er bannað
í Þriðja ríkinu. Ég tók þann kostinn,
sem nærtækastur var: ég lék hinn vit-
granna útlending, sem ekki þekkir
innlenda siðu. Ég segi flugmannin-
um, að erlendis sé þetta ljóð frægast
allra þýzkra Ijóða, þýtt á flestar
tungur veraldar og sé t. d. sungið
mikið á langleiðum í bifreiðum í
ættlandi mínu. En til þess að mýkja
hermanninn enn betur, spurði ég
hann, hvort ég mætti ekki bjóða
honum eitt staup af koníaki. Þegar
baráttan milli hrokans og vínlöngun-
arinnar hafði staðið um stund, þáði
hann koníakið, og er við skildum um
nóttina, hafði hann tekið aftur gleði
sína.
Og árin liðu. Frau Germania
hafði efnt fyrirheitið, sem ég hafði
séð blika í stálbláum valkyrjuaugum
hennar árið 1937: frá Norðurhöfða
suður á Krítarey, frá Ermarsundi
austur á Volgubakka hafði þessi her-
skáa kvenvera stigið stórum og mar-
ið allar þjóðir Evrópu undir járn-
hæl sínum. Með miklu erfiði og
mannfórnum, sem aldrei verða í töl-
um taldar, tókst að hrekja hana heim
í Ríkið aftur. Hún var nú ekki leng-
ur hin grájárnaða valkyrja, er fór
ríðandi um háloftin, heldur bara
rytjuleg þýzk húsmóðir, sem baðst
ölmusu við brjóst vestræns lýðræðis.
Hún lagði ekki lengur mælistiku hins
nazíska þúsundáraríkis á tilveru
sína. Hún taldi lífsstundir sínar til
næsta málsverðar. Hvar var hann nú
hann Wolfgang, þýzki flugmaðurinn
kunningi minn, sem minnti mig á í
hvaða landi ég væri staddur, þegar
mér varð það á að syngja Die Lore-
lei? Kannski var hann orðinn að
áburði austur á sléttum Rússlands,
þessum sléttum, sem um þúsundir
ára hafa ginið gröfnum munni við
120