Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Side 47
HEINRICH HEINE
issinna að málum, hann taldi sig þá
og oft síðar konungssinna að upp-
lagi og sannfæringu. En hann bar
djúpa virðingu fyrir hinum göfugu
lýðveldissinnum, sem hvað eftir ann-
að votta með blóði sínu fagnaðar-
boðskap frelsisins. „Ég er ekki nógu
dyggðugur til að geta nokkru sinni
gengið í þennan flokk, en ég hata
löstinn svo mjög, að ég mundi aldrei
berjast gegn þessum flokki.“
Hin þunga ádrepa Heines á hið
pólitíska stjórnarfar borgarastéttar-
innar og konungdóm hennar, var
meðal annars sprottinn af þeim
kynnum, er hann hafði á þessum ár-
um af félagsskap St. Simonista,
hinna útópisku sósíalista. Hann varð
góðvinur ýmissa helztu forgöngu-
manna þessarar stefnu, er vildi
skipuleggja þjóðfélagið að nýjum
hætti og veita öllum stéttum hlut í
hinum sívaxandi auði, er skapaður
var í borgaralegu þjóðfélagi fyrir
sakir vaxandi tækni og vélareksturs.
Fyrir áhrif frá þessum sósíalíska
hugmyndaheimi fannst Heine minna
koma til hinnar ytri umgerðar póli-
tískra hátta, en meir um hlutdeild
lágstéttanna í efnalegum gæðum.
Hann segir í bréfi til eins vinar síns,
1833, að St. Simonistarnir séu
fremri flestum öðrum, er skilji að-
eins yfirborð byltingarinnar, en ekki
hin dýpri vandamál hennar. „Þessi
vandamál snerta hvorki hin ytri form
né persónur, hvorki stofnsetningu
lýðveldis né takmörkun konungs-
valds, heldur snerta þau efnalega vel-
ferð fólksins. Sú sálhyggjutrú, sem
hefur ríkt til þessa, var holl og nauð-
synleg meðan mestur hluti mann-
kynsins lifði í eymd og varð að
hugga sig við trúna á himininn. En
þegar framfarir iðnaðar og fram-
leiðslu hafa gert mönnum unnt að
rísa upp úr efnalegri eymd og verða
sáluhólpnir á jörðunni, þá — — þér
skiljið mig.“
En þeir voru fleiri, er skildu
Heine. Það voru til að mynda valda-
mennirnir í Vínarborg, Metternich,
læknirinn á sjúkrahúsi Evrópu, og
Friedrich von Gentz, ritari hans.
Þessum gömlu aðdáendum ljóða
Heines leizt ekki á blikuna, er stærsta
og áhrifamesta blað þýzkrar tungu
birti þessa fréttapistla, sem hlífðu
engum, hvorki virðulegum borgurum
né hinum friðsama konungi þeirra.
Að undirlagi Metternichs skrifaði
Friedrich von Gentz eiganda blaðs-
ins, Cotta barón, í aprílmánuði 1832,
og bað hann seinast orða að hætta
birtingu greina eftir ,.hinn samvizku-
lausa ævintýramann, Heine“. von
Gentz spyr hneykslaður: hvernig
skyldi heiðarlegum kaupmanni verða
við er hann les slíkar greinar? Lát-
um vera, að klerkdómur og aðall séu
skammaðir, það sér enginn eftir
þeim, hvíli þeir í friði. En þegar emb-
ættismenn, bankastjórar, gósseig-
endur og kaupmenn eru svívirtir
141