Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Blaðsíða 23

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Blaðsíða 23
SVERRIR KRISTJANSSON Heinrich Heine Prologus í Berlín og Reykjavik erlín árið 1937. Úti á götunni þyrlar haustnæðingurinn bleiku laufi í hrúgur, það er farið að halla á nóvembermánuð, meginlandskuld- inn genginn í garð. En á gatnamót- um Friedrichstrasse og Greinersgasse er ofurlítil krá, hlý og vistleg. Eg sit einn við hvítskúrað borð úti í horni og virði fyrir mér vistfólk knæpunn- ar. Ég þekki það flest: þarna situr Fritsche verkamaður, og hefur tekið alla fjölskylduna með sér, því að það er ódýrara að sitja á knæpu en kynda ofninn heima, koksið er dýrt. Iljónin sötra hægt daufan bjór, krakkarnir naga bjúga. Á miðju gólfi er kringlótt borð, hærra en hin og nær meðalmanni í bringsmalir. Þar stendur ungur maður við bjór- kollu. Hann er fríður og grannvax- inn, klæddur ljósgrænum búningi þýzkra flugmanna. Ég hef ekki séð hann fyrr á þessum slóðum. Og svo eru þarna nokkrar stúlkur, sem í ungdæmi mínu heima á íslandi hefðu verið taldar til feimnismála. Það eru hinar lauslátu stúlkur, sem stunda þennan hluta Friedrichstrasse. Þær hafa flúið undan haustkuldan- um inn í hlýja knæpuna. Þær hef eg séð oft. Þarna er Loní Mende, grönn og spengileg, en leynir svo vel aldri sínum, að enginn veit hann nema kynsystur hennar og keppinautar hér á götunni. Þarna er hún Nellý, ófríðasta stúlkan í hverfinu, en svo hjartagóð, að hún má ekkert aumt sjá. Hún snaraðist inn um dyrnar rétt áðan, köld og hrakin, og hélt á lítilli blikkskjólu. Hún gengur að einu borðinu. Þar situr gamall mað- ur og tinar lítið eitt. Mér er sagt, að hann sé truflaður á geðsmunum. Hann tottar gamlan pípustert, en borð hans er autt. Nellý gengur til hans, opnar blikkskjóluna, fær léðan disk og skeið hjá gestgjafanum. Hún er að færa öldungnum baunasúpu. í hinu volduga Þriðja ríki virðist eng- in manneskja hafa áhyggjur af búk- sorgum þessa gamla manns nema Nellý, enda er hún ættuð úr þeim landshluta Þýzkalands þar sem sult- 117
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.