Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Qupperneq 85
HERMANN PÁLSSON
r
Utlendir menn
i
Þeirrar tilhneigingar verður oft vart í Skandinavíu, að þjóðir þær sem
þar byggja lönd, vilji eigna sér sem mesta hlutdeild í íslenzkum fornbók-
menntum. Þess hefur einnig gætt, aS íslendingar hafi látiS glepjast af þessum
áróSri, hér heyrist oft talaS mn einhvem samnorrænan menningararf, og því
er jafnvel stundum haldiS fram, aS íslendingar séu einungis brot af hinni
norsku þjóS. ForfeSur vorir á 12. og 13. öld höfSu aSra skoSun um uppruna
sinn, í bókmenntum þeirra er ávallt gerSur skýr munur á íslendingum og
öSrum þjóSum. íslendingar voru útlendingar í Noregi þegar á 10. öld, og
NorSmenn og aSrir Skandinavar hafa ætíS veriS útlendingar á íslandi. ís-
lendingar urSu þegar í öndverSu sérstök þjóS, um marga hluti frábrugSin
öSrum þjóSum, þótt hér væri töluS tunga sú, sem þá gekk um NorSurlönd
og nokkum hluta Bretlandseyja. Á menningu íslendinga eru mörg einkenni,
sem eiga sér engar hliSstæSur meS hinum fomu íbúum Skandinaviu, enda er
þessum þjóSum aldrei ruglaS saman í fornum ritum voram.
II
Snemma á 12. öld tóku íslenzkir fræSimenn sér fyrir hendur aS rita um
landnám á íslandi. Vér vitum ekki meS vissu, hverjar fyrirmyndir þeir höfSu
aS Landnámabók, en hitt er víst, aS hugmyndin var ekki sótt til Skandinavíu,
eins og augljóst er af því, sem tilfært verSur úr ritinu hér á eftir. í einni gerS
Landnámu er varSveittur kafli, þar sem skýrt er frá því, hvers vegna hún var
tekin saman. Kaflinn er í ÞórSarbók og hljóSar á þessa leiS:
„ÞaS er margra manna mál, aS þaS sé óskyldur fróSleikur aS rita land-
nám. En vér þykjumst heldur svara kunna útlendum mönnum, þá er þeir
bregSa oss því, aS vér séum komnir af þrælum eSa illmennum, ef vér vitum
179