Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Blaðsíða 95
SPÁMAÐURINN
voruð að syngja? Ég segi henni frá
því, sem ég sá.
Já, segir hún, honum er ekki að-
eins handa og fóta vant, heldur hefur
hann líka iðrakveisu.
Hvað er að honum?
Ég var að segja yður, að hann
væri ekki aðeins handa og fóta vant,
heldur hefur hann líka iðrakveisu.
Hvenær varð hann svona?
Hendurnar fóru af honum eftir
fyrri heimstyrjöldina og fæturnir eft-
ir hina síðari.
Er hann ekki alveg dauðvona
svona illa útleikinn?
Nei, nei. En hann deyr eins og
annað fólk, þegar hann er orðinn
nógu gamall.
En ef þriðja heimstyrj öldin hæf-
ist?
Það myndi fara með hann í gröf-
ina undir eins. En sú heimstyrjöld
er of mikil fórn fyrir mannkynið,
guð forði okkur frá slíkri ógn.
Ég þóttist spyrja hana, hvort hún
væri ekki eitthvað meira en bara
vanaleg blómastúlka. Þér verðið
kannski stjúpmóðir mín og ráðið
drauma mína í öðru lífi?
Ég kem til yðar næsta vor og segi
yður eitthvað nýtt.
Hann uppgötvar, að hann er að
tala yfir tómri stofunni. Hann fálm-
ar út í loftið með annarri hendinni
eins og til að afsaka þá áráttu sína
að segja drauminn og þýðingu hans.
Það er eins og hann geti ekki með
nokkrumóti þagað. Konan hans kem-
ur inn og segir honum, að kaffið sé
tilbúið, en vinir hans ókomnir. Sann-
leikurinn er sá, að vinir hans hafa
aldrei komið, þegar hann hefur boð-
að þá til að segja þeim merkilega
drauma. Þeir komu ekki, þegar hann
ætlaði að segja þeim, að heimsstyrj-
öldin myndi skella á og hverjir
myndu sigra, löngu fyrir stríð. Vinir
hans koma til hans eins og margir
aðrir, aðeins til þess að fá að vita
um persónulega hagi sína og sinna
nánustu. En nágrannar hans koma
oft til hans óboðnir og spyrja hann
spjörunum úr, einkum Páll múrari.
Ef til vill er Drauma-Jói í ætt við
hina fornu spámenn og vitringa, sem
getið er um í gömlum bókum. Eitt er
víst, að í fornöld hefði hann áreið-
anlega verið nefndur spámaður.
Lýðurinn hefði þyrpzt í kringum
hann til þess að hlusta á hann tala,
grýtt hann ef hann spáði illa, en
fagnað honum innilega og borið
hann á höndum sér, ef hann spáði
vel. Hann hefði haft áhrif á gang
heimsmála og vitað fyrir örlög
þjóða. Voldugir konungar hefðu
keppzt um að fá hann til hirða sinna.
Hann hefði séð fyrir fæðingu þeirra
og vitað sorglegan dauðdaga þeirra.
En nú á tímum vísindanna er engu
slíku að fagna fyrir menn eins og
hann. Og slíkir menn, ef einhverjir
eru, hafa sig ekki opinberlega
189