Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Side 111
FÆREYSKAR BÓKMENNTIR
eins og J. H. 0. Djurhuus „listaljóð-
skáld“ en ekki einangraðir eins og
fyrirrennari þeirra. Richard Long
var í mörg ár sálin í færeyska bók-
menntafélaginu „Varðin“. Matras,
sem er málfræðingur, hefur ásamt
öðrum ágætum bókmenntavini, M. A.
Jacobsen bókaverði (d. 1944) gefið
út færeysk-danska orðabók og vinnur
nú að útgáfu á færeyskum þjóðkvæð-
um með skýringum. Hoydal starfar
að verklegri kennslu í landbúnaði og
fiskiveiðum, enda kunnáttumaður á
þeim sviðum, einnig er hann ritstjóri
fiskveiðitíðinda eyjanna.
Kvæði Richards Long eru björt og
tær og full af draumlyndi æskunnar.
Þau eru ýmist ástakvæði fögur og
sönn eða ástþrunginn lofsöngur til
náttúrunnar, eins og hið mikla og
djúpsæja kvæði „Vætan“. Þessi
kvæði eru undarlega óbundin stað og
tíma, að því leyti gætu þau minnt
bæði á Lí-tæ-pe og Ómar Kajam, sem
höfundur hefur ef til vill orðið fyrir
áhrifum af, án þess þó að stæla þá.
Kvæði Longs eru öll frá æskuárum
hans. Hann skrifaði einnig fyrr
margar bókmenntahugleiðingar og
bókmenntalýsingar.
Chr. Matras er fæddur á nyrztu
eyjunni, Viðoy, og svo að segja öll
hans kvæði eru lýsingar á heimaey
hans.
Af lifandi og innilegri list dregur
hann upp myndir af höfðanum sem
rís gegn löðrandi útsænum, af ánni
sem rennur í döggvotri nóttinni, af
rökkrinu sem lætur smæruna loka
blöðum sínum er hljóðið frá haf-
straumnum og kyrrlát bylgjuslögin í
þangskógi fjörunnar læsa sig gegn-
um þögnina.
Mörg kvæðanna eru eins og sveita-
sælulýsingar á þjóðlífi. En bak við
sveitasæluna er undirstraumur alvöru
sem stundum breytist í ótta. Haust-
næturnar koma og breiða óhugnað
sinn og tortímingarsvip yfir byggð-
ina.
Þessum skáldskap getur svipað til
sögumálverka en er þó aldrei hvers-
dagslegur eða innihaldslaus, hann
skyggnist alltaf bæði í djúp persónu-
leikans og alheimsins. Ljóðaform
Matras, stutt og gagnort svipar til
Holsetans Theodor Storm, enda hafa
þeir að sumu leyti lík lífsviðhorf og
Matras hefur þýtt kvæði Storms á-
gætlega á færeysku. Þá hefur hann
og snúið á færeysku mörgum sálm-
um eftir Kingos og þýtt mörg af
kvæðum Burns.
Karsten Hoydal, sem tilheyrir
yngstu skáldakynslóðinni, má líka
telja til ágætra ljóðskálda sem þekkja
takmörkun sína og skjóta sjaldan yf-
ir markið. Hann er ekki að jafnaði
eins tær og skýr og þeir Long og
Matras, en í sumum kvæðum sínum
er hann jafnoki þeirra. Þessi hvers-
dagslega hagsýni maður hefur á eft-
irminnilegan hátt lýst köllun ljóð-
skáldsins í stuttu kvöldkvæði þar sem
205