Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Síða 158
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
part óbreytt, sumpart gerð að sérsöfn-
um eða öðrum menningarstofnunum,
en garðarnir skemmtigarðar almenn-
ings. Og alls staðar var þarna verið
að lagfæra og gera við, því að margt
hafði verið komið í niðurníðslu og
óhirðu á styrjaldarárunum áður en
núverandi skipulag komst á.
Kínversk börn
Af öllu kínversku fólki held ég
börnin verði mér hugstæðust. Hvergi
hef ég séð elskulegri börn. Hvar sem
við staðnæmdumst þyrptust að okkur
börn, iðandi af forvitni að skoða okk-
ur og bílana sem við ókum í; en þau
voru ekki aðeins forvitin, heldur engu
síður óvenjulega alúðleg og vingjarn-
leg. Ekki þurfti annað en líta á þau til
þess að þau væru öll eitt sólskinsbros,
boðin og búin að hlaupa á móti okkur
og taka okkur við hönd sér og sýna
okkur það sem um var að vera.
Þetta átti við um börn hvar sem
var, á götunum í Peking og Shanghai,
í skólum og barnaheimilum. Hvergi
urðum við varir við að börn væru
feimin eða hrædd, enn síður að þau
hefðu í frammi frekju eða betl. Þau
voru með öllu óþústuð, örugg eins og
sú kynslóð á að vera sem finnur á sér
að hún á að erfa landið.
Heimsókn okkar í barnahöllina í
Shanghai man ég betur en margt ann-
að úr ferðinni. Þetta var gamalt auð-
mannshús í evrópskum stíl, en er nú
tómstundaheimili barna á aldrinum
9—15 ára. Stofnuninni var komið á
fót 1953 fyrir forgöngu Soong Ching
Ling, ekkju Sun Yat-sen. I þessu stór-
hýsi vinna börn og leika sér í smáhóp-
um, smíða, sauma, teikna, leika á
hljóðfæri, syngja og dansa. Þarna var
barnabókasafn með um 60 þús. binda
og stórum lestrarsal, enn fremur sam-
komusalir þar sem haldnar eru leik-
sýningar, danssýningar og hljómleik-
ar, þar sem bæði koma fram börnin
sjálf og listamenn utan húss.
Við vorum ekki fyrr komnir út úr
móttökuherbergi forstjórans en fjöldi
af börnum þyrptist utan um okkur,
tvö eða fleiri tóku hvern okkar við
hönd sér, leiddu okkur um allt húsið
og slepptu okkur ekki fyrr en við fór-
um þaðan fyrir fullt og allt. Hin sem
hvergi náðu taki á neinum okkar
fylgdu okkur samt eftir um allt húsið.
Sá hefði verið dauður maður sem
ekki hefði hrifizt með af ánægju bam-
anna og fögnuði yfir því að geta sýnt
okkur þetta stóra og fallega hús sem
þau áttu sjálf. Lítil stúlka og strákur
leiddu mig á milli sín, og stúlkan hafði
stöðugt orð fyrir þeim. Hún setti á
langar tölur um hvað eina, lýsti hverj-
um hlut greinilega fyrir mér, dró mig
úr einum stað í annan og gætti þess
vandlega að ekkert færi fram hjá mér.
Túlkar okkar voru sjaldnast nærstadd-
ir, því að þeir höfðu mörgu að sinna
í allri þessari þvögu, svo að skilning-
ur minn á orðræðum vinkonu minnar
varð heldur götóttur, en frásögn
252