Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Side 173

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Side 173
UMSAGNIR UM BÆKUR Jólasaga segir frá umkomuleysingja sem brýzt inn í verzlun á jólanóttina til að stela nokkrum kertum, og skilur eftir svo- felldan miða: „Kom hér að lokuðum dyr- um. Jesús Kristur." Titilsagan, Stofnunin, er að lokum frá- saga í Kafkastíl, grá og einfölduð mynd af kapítalísku þjóðfélagi frá sjónarmiði um- komuleysingjans — þess sem hefur ekkert númer og stendur utanvið, og er að lokum dæmdur til dauða. Þannig eru í hókinni ekki færri en sjö af ellefu sögum þar sem höfundur skipar þessari (að því er virðist) nútímalegu manngerð í öndvegi og beinir á hana kast- ljósi frá ýmsum hliðum. Það er að sjálf- sögðu fráleitt að áfellast höfundinn fyrir sjálft efnisvalið, þótt erfitt sé að bægja frá sér þeirri óskhyggju að höfundurinn hefði leitað sér fanga víðar, t. d. á markaðnum sem hann lýsir svo ágætlega í einni sög- unni: marglitum markaðnum þar sem allt er á boðstólum sem heyrir mennsku lífi. En það hefur ævinlega reynzt illa að segja höfundum fyrir verkum. Og þessi dular- fulla aðsókn tragískra umkomuleysingja að vitundarlífi ungra nútímahöfunda er áreið- anlega ekki ímyndun þeirra — heldur á hún sér djúpar sálfræðilegar rætur í heimslífi voru hér vestra. Það er hinsvegar engin ástæða til að kvíða því að Geir Kristjánsson iáti sér nægja jafn þröngan vettvang í næstu bók; til þess er hann alltof samvizkusamur og gáfaður höfundur. Með þessum sögum hef- ur hann gert sína staðarákvörðun, og það er óneitanlega frumskilyrði þess að hann taki rétta stefnu á auðugri mið. Eftir er að geta þeirrar sögunnar sem bendir ákveðnast til þess að höfundurinn sé ekki einungis gæddur góðum listsmekk, heldur einnig þeim hæfileika sem er aðal góðra skálda: að kunna að fela tvö fjand- samleg viðhorf í einni mynd — og eiga neistann sem lætur þau ekki kyrr liggja. Ég á við söguna HráefniS. Þar hitnar snögglega kaldlynd frásögn höfundar við þær sprengingar í efninu sem gera skáld- skap að æsandi veruleika. Og á þeim stað í bókinni verður lesandanum fullljóst að nýtt skáld hefur kveðið sér hljóðs á ís- landi. Hannes Sigfússon. William Shakespeare: Leikrit I Helgi Hálfdanarson íslenzkaði. Heimskringla Reykjavík. Enginn höfundur í heimsbókmenntunum hefur sýnt djúpstæðari þekking á manneðlinu en meistarinn William Shake- speare; enginn kafað dýpra haf mannlegra ástríðna; enginn lýst á jafnhrikalegan og stórfenglegan hátt innri baráttu mannssál- arinnar. En umfram allt hefur þessi snill- ingur verið lærifaðir þeirra skálda, sem hafa valið sér hið margslungna form leik- ritsins. Eftir þrjár og hálfa öld standa leikrit hans enn sem hin skínandi fyrir- mynd og eru sýnd í öllum menningarlönd- um á ári hverju. Ennþá hefur enginn leik- ritahöfundur til dæmis að taka, beitt ein- talsforminu á jafnmeistaralegan hátt til þess að afhjúpa sálarlíf söguhetja sinna. Þrátt fyrir guðdómlega snilli hefur Shakespeare samt verið harðlega gagn- rýndur, af ýmsum höfundum, allt fram á síðustu ár. (Enda er einungis hægt að forðast gagnrýni með því móti, að vera ekkert og gera ekkert!). Þannig hafa veitzt að honum á þessari öld ekki ómerkari höf- undar en Leo Tolstoy og Bemard Shaw, sem hvor á sinn hátt báru honum á brýn, að í verkum hans gætti mannúðarskorts, og samúð hans með lítilmögnum og lýð- 267
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.