Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Side 59
MÁNINN LÍÐUR
djúpt handan við höfin sem skilja
sundur. Því fingurnir þegja ekki,
þeir kunna ekki að þegja.
Þeir senda boðin áfram til sálar-
innar sem fær ekki frið í útlegðinni.
Þá hugsar hann um sitt eigið höf-
uð þar sem það liggur grafið í sand-
inn. Þá hugsar hann um sitt eigið
höfuð hvar það liggur millum stórra
steina á botni hafsins tæra og bláa.
Liggur þar, hinn hvíti rómverski
marmari þess ættaður frá Carrara
hrópar upp gegnum vatnsslæðurnar
bláleitu: hrópar á þig. Enginn drátt-
ur þess hreyfist: eilífð þess er marrn-
ari. Augu þess lokast aldrei meir.
Þangað ná fingur þínir ekki. Ná ekki
að þreifa þá drætti sem þeir þekktu.
Þitt eigið andlit. Höfuð þitt sem þeir
ná ekki hversu djúpt sem þú seilist
grönnum borandi fingrum í lausan
sandinn á hinni hvítglóandi strönd.
Þú sazt þar með fingur þína mjó-
yddaða af hrjúfum hvítum hraða
hverfisteinsins, angistarinnar sem
svarf þá svo þeir kæmust leiðina í
hin heitu heimkynni þangað sem þú
kemst ekki, og kemst aldrei heim. Og
þú vissir af þínum eigin bláu augum
horfa, fólgnar lindir á óradjúpi und-
ir sendinni auðn baðstrandarinnar.
En hlauzt að sitja svona og láta á
öngvu bera svo að baðgestimir sem
höfðu allir eflaust greitt tilskilinn
aðgangseyri veittu því ekki athygli
að þú sazt án höfuðs í sandinum, og
studdist á leitandi fingur þína. En
fannst hvernig sandinn þraut bið-
lund og fór að seytla inn um svarta
ógn munnsins á þessu grafna höfði
sem ekki var með neinu móti hægt
að loka. Bara sitja kyrr.
En þegar þú komst að vatninu um
nóttina þegar allir voru farnir svo
það virtist óhætt að fara á stjá •— þá
ætlaðirðu að spegla rauðan hálsstúf-
inn til að vita hvort nokkur leið væri
að ganga þannig um fjölfarin stræti
borgarinnar höfuðlaus — þá sástu
að á hálsi þínum hvíldi höfuð: þú
hafðir aldrei séð það fyrr, þetta höf-
uð.
Og þá namstu staðar við lágan
vegg hátt á eynni og horfðir niður,
en sást engan mann, en langt langt
fyrir neðan var hafið með eintómu
silfri, og það var ekkert höfuð fyrir
neðan; þegar þú leizt yfir víðáttu
hafsins sem var svo slétt sástu að nú
var búið að færa höfuð þitt upp á
himininn eins og kanóníseraðan
kardínála, og silfri þess var sáldrað
um sjóinn allan, og landið, og allt
fólkið sem svo lengi hafði beðið
undursins að það var loksins sofnað,
og yfir alla hina mannlausu veröld
og streymdi um allar_ æðar rétt eins
og þú hefðir aldrei átt það en allir
ættu það nema þú.
Sem þú stóðst þar svo aleinn
manna og horfðir á þetta og hendur
þínar héldu á spegilmynd mánans
hinu framandi höfði sem þú hafðir
nú borið svo langa leið og fannst hið
153