Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Blaðsíða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Blaðsíða 41
HEINRICH HEINE veru, skaphöfn okkar allra er steypt í sundurleit mót, fyrir sakir sérstakr- ar uppeldisaðferðar eða lesturs, þar sem tilviljunin ræður valinu; hver um sig er skroppinn inn í andlega skel, hugsar, finnur til og keppir að markmiðum með allt öðrum hætti en aðrir, og því verður margt til mis- skilnings, og jafnvel í stórhýsum verður mönnum sambúðin erfið, alls staðar verður okkur andþröngt, alls staðar erum við gestir, alls staðar meðal ókunnugra.“ „Alls staðar erum við gestir.“ — Heine skynjar ungur þau örlög, er einstaklingurinn er ofurseldur í borg- aralegu þjóðfélagi. Hann gat líka úr flokki talað. Þegar frá eru skilin sól- skinsár æsku hans í Dússeldorf hafði Heine jafnan verið lítt þokkasæll gestur í ættlandi sínu. Hann hafði borðað náðarbrauð gestsins og nið- ursetningsins á ríkisheimili frænda síns í Hamborg. Á háskólum Þýzka- lands mátti hann gjalda hins júðska ætternis síns, og jafnan síðan var honum brugðið um það, jafnvel af þeim, sem sízt skyldi, svo sem skáld- inu von Platen. 011 þau ár er hann dvaldi í Þýzkalandi sneri lífið brodd- unum að honum. Og þó voru fá skáld eða engin meira dáð á þessum árum en Heine. Háir sem lágir féllu til fóta listamanninum, einnig þeir, sem höfðu bæði máttinn og viljann til að kefla skáldið. Metternich fursti, hinn grályndi ráðgjafi Aust- urríkiskeisara og valdamesti maður meginlandsins, stytti sér stundir yfir ljóðum og Ferðamyndum Heines. Fridrich von Gentz, hægri hönd Metternichs, vottar það í bréfi til Rachelar von Varnhagen, að hann liggi í ljóðum hans kvölds og morgna og álasar sjálfum sér fyrir að lesa guðlast hans af „hrærðu hjarta.“ Því fór fjarri, að Heine sjálfum þætti gott að leika gestahlutverk á leiksviði ættjarðar sinnar. Hann ger- ir ítrekaðar tilraunir til þess að kom- ast í kallfæri við hið þýzka þjóðfé- lag. Hann þrælast í gegnum laganám- ið, þótt honum sé Corpus juris við- bjóður, og tekur doktorsgráðu í lög- um, frænda sínum hinum ríka til geðs. Hann tekur kristna trú til þess að afplána sekt kynflokks síns. Um stund lítur svo út sem hann eigi kost á að verða prófessor í bókmenntum við Munchenháskólann, og gengur þá undir jarðarmen, sem lítt sómdi virðingu hans til þess eins að hreppa embættið. Ef því var að skipta átti Heine það til að auðmýkja sig, lúffa fyrir máttarvöldunum, bæði af per- sónulegum og pólitískum ástæðum, en hann fór aldrei í felur með bresti sína og brot og játaði á sig sakir með jafnaðargeði. En hann hefndi sín jafnan grimmilega og risti hinum veraldlegu skurðgoðum níð, er hann hafði neyðzt til að færa þeim brenni- fórnir: 135
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.