Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Blaðsíða 164
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
ferSalag unglingsins „með lífið á aðra
hönd, dauðann á hina og meira en þrjú
hundruð krónur í vösunum" er meistara-
stykki. Sama er að segja um myndirnar frá
Jótlandi, dregnar af stóreygðri undrun, en
Uggi dvaldist þar í hinum fomfrœga lýðhá-
skóla í Askov — kallaður Kolind meS hinn
nálæga bæ Kolding í huga, — og fær skól-
inn ekki sem mildasta dóma. „Samt sem
áður var mér andi skólans og hugblær sá,
er ríkti þar, ævinlega jafn óskiljanlegur.
Einkunnarorðið: frjáls í hugsun, máli og
trú — var í mínum augum fals eitt“ ...
„hugsunarfrelsi, málfrelsi og trúfrelsi var
fyrir sitt leyti varla meira en frjálsræði f
ástamálum“. Ojá, þetta var í gamla daga,
þegar grundtvigsstefnan var í mestum há-
vegum höfð. Ongvu að síður stingur hið
heilbrigða józka sveitalíf mjög í stúf við
Kaupmannahöfn þeirra Brandesar og
Bangs. Aragrúa mannlegra örlaga og ein-
staklinga bregður fyrir. Uggi Greipsson
gengur í myrkri og stendur á barmi hyl-
dýpis. En án þess hann viti fylgir skáld-
gyðjan honum eftir. Nótt eina þegar hann
getur ekki sofið fyrir sulti vitjar hún hans í
líki ættjarðarinnar. „Um kvöldið eftir að
ég var lagztur fyrir, gekk mér illa að sofna,
en upp steig í vitund minni nýtt og óvænt
Island. Allt í einu birtist mér land, loft og
árstíðir í einni mynd, skilrikri og fastmót-
aðri, óaðskiljanlegri lífi mínu og blóði ...
Þessa nótt fannst mér örlaganornin standa
yfir höfðalagi mínu í myrkrinu.“
Þótt ótrúlegt sé, var Gunnar Gunnarsson
sakaður um skort á ættjarðartryggð vegna
þess að fram eftir ævi ritaði hann ekki á
íslenzka tungu, heldur danska. Sannleikur-
inn er hið gagnstæða — verk hans voru
fyrsta hljómmikla röddin, sem barst út um
heiminn frá íslandi nútímans, og með
Fjallkirkjunni hefur hann reist því minnis-
varða, er lengi mun standa.
E. B. þýddi. Alf Ahlberg.
Njála í enskri útgáfu
Grein þessi birtist í New Statesman and Nation (3. nóv.) og er eftir enska
ljóðskáldið IE. H. Auden.
Ef hugtakið „sósíalrealismi" væri hreins-
að af öllum ádeilukeim, gæti verið
gagnlegt að nota það við skilgreiningu á
sérstakri tegund bókmennta. Ef rithöfund-
ur væri kallaður sósíalrealisti, mundi það
þýða það, að hvort sem hann fengist við
sannsögulegt efni eða tilbúið, takmarkaði
hann af ásettu ráði mannlýsingar sínar við
þau horf mannlegs eðlis, er einstaklingam-
ir birta hver öðrum með athöfnum sínum,
orðum og svipbrigðum. Auðvitað er langt
frá því, að mannlegt eðli sé allt þar, sem
það er þannig séð. Það er margt, sem mað-
urinn kærir sig ekki um eða megnar ekki
að láta í ljós við aðra, þó að aðrir geti út
frá sjálfsreynslu gert sér sumt í hugarlund,
en öllu þessu sneiðir sósíalrealistinn hjá af
ásettu ráði.
Þá heldur hann og sjálfum sér af ráðn-
um hug utan við frásögnina eins og kostur
er á. Hann kann að hafa, eða halda að
hann hafi, gleggri skilning á því, sem per-
sónur hans aðhafast, heldur en þær sjálf-
ar, t. d. kann hann að líta á þær sem óvit-
andi verkfæri guðlegrar forsjónar eða
framvindu sögunnar, en sé hann slíkrar
skoðunar, þegir hann um það. I frásögn
hans er orsök, hvöt, afleiðing það, sem
persónur hans halda, að það sé. Eins kann
siðferðismat hans að vera mjög frábrugðið
siðferðismati þess samfélags, sem hann
lýsir, en allir beinir siðferðilegir dómar,
258