Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Blaðsíða 36
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
í Hamborg á ríkisheimili frænda
síns:
Schöne Wiege meiner Leiden,
Schönes Grabmal meiner Ruh,
Schöne Stadt, wir mussen scheiden, —
Lebe wohl! ruí’ ich dir zu.
Þessi einmanatilfinning Heines
liggur eins og dulinn lífstregi á bak
við hvert einasta kvæði í Ijóðasöfn-
um þeim, er síðan voru gefin út í
heild í Buch der Lieder 1827. Þegar
Amalie Heine giftist öðrum manni
1821, brýzt einmanakenndin fram í
hljóðri örvæntingu, hvergi kannski
átakanlegar en í kvæðinu Der arme
Peter. Það er frá þeirri stundu, að
hægt er að rekja þá nýbreytni í ljóða-
gerð Heines, að drekkja tilfinningu
og viðkvæmni ljóðsins í ísköldum
hundingshætti, háði, spotti eða gróf-
gerðri fyndni.
Der Hans und Grethe tanzen herum,
Und jauchzen vor lauter Freude.
Der Peter steht so still und stumm,
und ist so blasz wie Kreide.
Der Hans und die Grethe sind Braut’gam
und Braut,
Und blitzen im Hochzeitgeschmeide.
Der arme Peter die Nagel kaut
Und steht im Werkeltagskleide.
Der Peter spricht leise vor sich her,
Und schaut betriibt auf beide:
Ach! wenn ich nicht gar zu verniinftig war’,
Ich tat’ mir was zu leide.
Hjónabandssæla brúðhjónanna og
umkomuleysi vesalings Péturs er lýst
með einföldum, nærri fátæklegum
orðum, það er allra veðra von, Pétur
hlýtur að ganga fyrir björg og farga
sér, en Pétur greyið, þótt fátækur sé,
er alltof skynsamur piltur til þess að
gera slíkt, harmleikurinn dettur nið-
ur. Heine varð síðar mikill snillingur
í slíkum listbrögðum, oft varð þetta
að einskærri tilgerð, og þeir sem
hafa stælt hann í þessu efni, hafa
oftast nær ekki náð öðru en tilgerð-
inni.
Þegar Júlíus Campe, bókaútgef-
andi í Hamborg, gaf út Buch der
Lieder 1827, þóttist hann ekki hafa
neina trú á, að hún mundi ganga út.
Hann greiddi skáldinu 50 Louisdóra
fyrir ljóðin og útgáfurétt á þeim um
allan aldur. Meðan Heine lifði varð
Campe að gefa út Buch der Lieder
annað hvert ár. Heine átti ekki lítinn
þátt í að gera Campebókaútgáfuna
að einhverju ríkasta bókaútgáfufé-
lagi Þýzkalands. Og það mun ekki
ofmælt, að Buch der Lieder sé fræg-
ust Ijóðabók í heimi. Vinsældir ljóð-
anna voru ekki því sízt að þakka, að
Heine notaði óspart hið gamalkunna
skáldamál rómantískunnar með
óvenjulegri leikni. En hann hellti
nýju víni á gamla belgi. Flest kvæði
hans, þau er hann orti áður en hann
fór til Frakklands fjalla um sjálfan
hann, um sorg hans og trega. Sjálfs-
dýrkun Heines sannar ekki hvað sízt,
að hann var kynborinn sonur róm-
antískunnar. En hann hitti jafnan
samstemmdan streng í brjóstum ann-
130