Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Blaðsíða 52

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Blaðsíða 52
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ingu var hver höndin upp á móti annarri, sundurleitir hagsmunir, margbreyttustu skoðanir og tilhneig- ingar börðust og rákust á í þessu mikla flóði. Rit Heines eru spegil- mynd þessarar kvislóttu hreyfingar. Hann var of gagnrýninn á hið borg- aralega þjóðfélag til þess að slást í hópinn með hinum róttæku borgara- flokkum. Hann var vantrúaður á hina strjálu og veigalitlu flokka verkalýðsins. Fyrir þá sök var ekki hægt að binda Heine á neinn flokks- bás. Hann sagði í gamni, að hann hallaðist aðeins að einum flokki — „flokki blómanna og næturgalanna“ — og sennilega hefur hann aldrei sagt sannara orð. f síðustu Ijóðabók hans Roman- zero var kvæðið Enfant perdu — Glataði sonurinn. Það eru eftirmæli um sjálfan hann, ort af stolti og trega: Verlomer Posten in dem Freiheitskriege, hielt ich seit dreissig Jahren treulich aus. Ich kampfe ohne Hoffnung dass ich siege, Ich wusste, nie komm’ ich gesund nach Haus. Banalegan Mikinn hluta ævi sinnar var Hein- rich Heine heilsuveill. Á unga aldri þjáðist hann af mikilli höfuðveiki, síðar af augnveiki, svo að honum hélt við blindu. Taugakerfi skáldsins var bilað, en krankleiki hans ágerð- ist mjög árið 1844 og hann var oftast rúmfastur, þótt stundum væri hann rólfær. Um það leyti dó Salómó Heine, föðurbróðir hans, og hafði Heine búizt við því, samkvæmt lof- orði gamla mannsins, að sér yrði ánöfnuð lífrenta það sem eftir væri ævinnar. Svo varð þó ekki og fékk þetta mjög á skáldið. Hófst þá lítt skemmtileg fjölskyldudeila, sem Heine gerði opinbera í blöðum, til þess að neyða Karl Heine, son Saló- mós, að greiða sér lífrentuna. En frændi hans og æskuvinur neitaði með öllu að greiða skáldinu rúmlega 4000 franka, þótt sjálfur væri hann þrítugfaldur milljónari. Þessi deila hafði mjög slæm áhrif á heilsu hans. Loks sættust þeir frændur árið 1847. Var skáldinu greidd lífrenta sú, er hann fór fram á, en varð að gjalda þennan lúsarlega styrk miklu verði: Karl Heine gerði það að skilyrði greiðslunnar, að Heine skrifaði eng- an stafkrók um Heinefjölskylduna án vitundar hennar og ritgæzlu. Þá varpaði Heine endurminningum sín- um í eldinn, en að þeim hafði hann unnið síðan hann var ungur maður. Að honum látnum fannst aðeins ör- lítið brot endurminninga, en þetta litla brot er ólygnastur vottur þess, hvílíkan bókmenntaglæp þessi and- lausa mammonsfjölskylda hefur á samvizkunni. Aldrei hefur helsjúk- um manni verið veittur slíkur áverki. Bókmenntum Þýzkalands verður aldrei bætt þetta tjón. Nokkru eftir 146
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.