Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Blaðsíða 33
HEINRICH HEINE
hafði gróðursett. Æskuárin í Diissel-
dorf geymdust í minni Heines sem
óslitnir sólskinsdagar. Þar sá hann
keisarann í fyrsta og seinasta skipti.
Hann var þá ungur drengur og hon-
um rann kalt vatn milli skinns og
hörunds, er keisarinn reiS hvítum
hesti eftir miSjum trjágöngum hall-
argarSsins í Diisseldorf. GuS minn
góSur! ÞaS liggur fimm dala sekt
viS því aS ríSa eftir trjágöngunum!
En keisarinn virSist ekkert hræddur
viS aS brjóta lögreglusamþykktina í
Diisseldorf. Hann klappar hvítum
gæSingnum á makkann sólbrenndri
marmarableikri hendi, og þegar
Heine segir frá þessari bernskuminn-
ingu í ritinu Das Buch Le Grand, 2.
bindi Ferðamynda sinna, sem komu
út 1826, þá bætir hann viS illgirnis-
lega: HefSi ég þá veriS krónprins
Prússlands, þá hefSi ég öfundaS
þennan hest!
Kennarar Heines í menntaskólan-
um í Diisseldorf eru kaþólskir
kirkjuvígSir menn, franskmenntaSir,
aldir upp í efnishyggju og vantrú 18.
aldar, og undir umsjá þeirra kynnist
hann hugmyndaheimi frönsku bylt-
ingarinnar, hinum fræSilegu for-
sendum hennar. Þannig liSu æskuár
Heines í veröld, sem hin franska
bylting hafSi skapaS, þórdunur
heimsviSburSanna glymja viS eyru
honum meSan hann er aS vaxa úr
grasi og bergmála í ritum hans alla
ævi síSan.
Tveimur árum fyrir dauSa sinn
hóf Heine aS skrifa endurminningar
sínar. ÞaS sem til er af þeim er ekki
nema lítiS kver, er segir frá bernsku
hans í Diisseldorf. Þar segir hann
einnig frá sinni fyrstu ást.
Hún hét Jósepha, kölluS rauSa
Sefchen, því aS eirrauSir lokkar
hrundu niSur herSar henni og hún
var vön aS binda háriS undir kverk
eins og skuflu. Jósepha var „óhrein“
stúlka, útskúfuS úr kristilegu þjóS-
félagi, því aS faSir hennar var böS-
ull í Diisseldorf og svo höfSu aSrir
föSurfrændur hennar veriS. Hún var
eins og hrætt dýr, hnipraSi sig sam-
an ef menn snertu hana, en hún
seiddi Harry litla til sín, þennan
unga niS útskúfaSs fólks. Hann
hændist aS henni vegna þess, aS fína
fólkiS og hjátrúarfull alþýSan töldu
böSulsstelpuna óhreina. Hér kynntist
Heine þjóSfélagsranglætinu í fyrsta
skipti, og svo sem vænta mátti lá leiS
hans til skilnings um ástina. Þau
urSu miklir vinir, Heine og Jósepha,
og hún söng fyrir hann þjóSvísur,
sem virtust sprottnar upp úr hand-
verki föSurættar hennar, þjóSvísur
sem hvergi eru til á prenti:
Otilje lieb, Otilje mein,
Du wirst wohl nicht die letzte sein —
Sprich, willst du hangen am hohen Baum?
Oder willst du schwimmen im blauen See?
Oder willst du kiissen das blanke Schwert,
Was der liebe Gott beschert?
Og Otilje svarar:
127