Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Page 119
SIGMUND FREUD
að skýra til fulls fyrir öðrum en
þeim, sem nokkra undirstöðuþekk-
ingu hafa í sálfræði og hafa jafn-
framt haft kynni af sálsjúku fólki og
vandamálum þess. Hið síðarnefnda
er mikilvægast, og ég er þeirrar
skoðunar, að enginn geti fyllilega
skilið kenningar Freuds á þessu sviði
með því að lesa bækur eingöngu. Til
að skilja og meta sjónarmið hans
verður að greina og athuga fyrirbær-
in í sálarlífi fólks, þar sem þau eru
virk, en þetta er erfitt við önnur skil-
yrði en þau, sem sálkönnun eða sál-
lækningar af svipuðu tagi láta í té.
Grundvallaratriði í kenningu
Freuds er, að hvatir manna séu drif-
fjöður allrar sálrænnar starfsemi og
athafna. Orsaka allra athafna er að
leita í hvatalífinu. Af þessu leiðir
aftur, að öll sálræn starfsemi verður
orsakabundin. Margt, sem áður var
talið markleysa og tilviljunum háð,
verður við þetta skýranlegt og eðli-
legt. Má í þessu sambandi benda á
drauma, mismæli, óþægilegar og ó-
viðráðanlegar hugrenningar og sitt-
hvað fleira.
Sú kenning, að öll sálræn fvrir-
bæri væru í eðlilegu orsakasamhengi,
svo sem öll önnur náttúrufyrirbæri,
virðist e. t. v. frá sjónarmiði vísinda-
lega þjálfaðra manna nú á tímum
svo sjálfsögð, að ekki taki að gera
mikið úr henni.
Samt sem áður virðast mjög fáir
gera sér það ljóst, og enn færri
gerðu sér það Ij óst fyrir 50 árum, að
öll sálræn fyrirbæri væru í orsaka-
samhengi og væru ekki „dularfyllri“
en hver önnur náttúrufyrirbæri, þótt
við þekkjum ekki orsakir og eðli
þeirra til fulls ennþá.
Fræðisetningin um það, að ekkert
af því, sem gerist í sálarlífi manna,
gerist án orsaka, er auðvitað undir-
staða þess, að einhverjum árangri
sé hægt að ná við sállækningar.
Ef sálrænar truflanir, svo sem
þunglyndi, drvkkjuhneigð, sjúkleg
hræðsla o. fl. væru forlagadómar
óháðir náttúrulögmálum, þyrftum
við ekki að gera okkur vonir um
árangur við lækningu þeirra.
Hin óhlutlæga skipting á sálrænni
starfsemi í sjálf (ego), yfirsjálf
(superego), og undirsjálf (id), sem
Freud er höfundur að, hefur reynzt
mjög gagnlegt hjálpartæki fyrir sál-
könnuði, sálfræðinga og aðra í til-
raunum þeirra við að gera sér grein
fyrir starfsháttum sálarlífsins, hvort
sem það er sjúkt eða heilbrigt.
Þessi skipting er fyrst og fremst
hjálpartæki til að gera sér grein fyr-
ir misræmi eða samræmi í þáttum
viljalífsins. Hún er að verða fastur
þáttur fræðisetninga hinnar almennu
sálfræði og er tekin með í flestum
nýrri kennslubókum í sálfræði.
Mikilvægt atriði í skoðunum
Freuds á hvatalífinu er kenning hans
um stöðuga baráttu milli uppbyggj-
andi og eyðileggjandi hneigða.
213