Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Qupperneq 131
GRÁR LEIKUR
skapi, honum varð svo kalt í vatni.
Synda kunni hann. Og svo kunni hann
nokkuð, sem enginn hinna gat leikið
eftir, hann gat synt í kafi með opin
augu. En hann var lítið fyrir að fara
í vatn. Svo féll það tal niður.
Þeir röngluðu dálítið fram og aftur
og reyndu að finna upp á einhverju.
En það var allt annað en auðvelt. Og
enn torveldara varð það, er þeir sáu,
hve leiður Albert var. Hann var leiður
á öllu, hundleiður, drepleiður. Hann
sagði ekki orð. Hann orkaði ekki að
skipta orðum við neinn þeirra. Hann
sneri baki við þeim, svo hann þyrfti
ekki að hafa þá fyrir augunum. Hann
var svo leiður á þeim, að því varð ekki
með orðum lýst. Hann var þrútinn og
krímóttur í framan af leiðindum.
Þeir voru hræddir og eirðarlausir
allir saman. Þeir fóru að vimsast
hingað og þangað til þess að finna
upp á einhverju, er gæti lífgað hann
upp. í hálfum hljóðum stakk Eiríkur
upp á því, að þeir skyldu kveikja bál
á ströndinni. Hvílík dauðans vitleysa
— þar fannst ekki þurr spýta, þótt
leitað væri um allan hólmann. í vand-
ræðum sínum hafði hann við orð, að
þeir gætu kannski farið í indíánaleik.
Albert þurfti ekki einu sinni að
hneggja, hinir strákarnir blésu bara
að svo toppmældum barnaskap.
Nú höfðu þeir ranglað allt í kring-
um hólmann og voru aftur komnir að
bátnum. Albert sneri baki við þeim
og geispaði. Andlitið á honum lafði
niður, hann var svartur undir augun-
um af ósefandi drepleiðindum.
Hvernig þetta byrjaði? — Það var
ómögulegt að vita með vissu, hvernig
það byrjaði. Hver var það, sem sagði
þessa einu setningu? Gunnar fullyrti,
er þeir áttu tal um þetta seinna, að það
hefði ekki verið hann. Hvítur í fram-
an af æsingu æpti hann, að það hefðí
alls ekki verið hann. En það var hann.
Það var enginn annar en hann. Ann-
ars skipti það í raun og veru ekki
máli, því það var engan veginn með
þeirri setningu sem það byrjaði. í
raun og veru byrjaði það þegar þeir
voru staddir hinum megin á hólman-
um, gegnt Laufberginu. Sundið, sem
skildi hólmann frá Laufberginu, var
ekki svo ýkja breitt. Þeir hefðu vafa-
laust getað synt þann spölinn, ef þeir
hefðu kært sig um. Það var Eiríkur,
sem hafði orð á því. Með vissum hætti
var það því Eiríkur, sem átti upptök-
in. Eiríkur kvaðst vera viss um, að
hann gæti synt yfir sundið, og hann
furðaði sig á að geiturnar skyldu ekki
synda í land, eins og þær virtust una
sér illa í hólmanum. Þá sagði Óli, að
geiturnar, þær væru hræddar við
vatnið, hann vissi það vegna þess að
faðir hans hafði átt geitur. Geiturnar
þyldu ekki vatn. Geitur þyldu ekki
einu sinni rigningu. Geitur kynnu
ekki að synda. Dyttu þær í djúpt vatn,
þá væðu þær í kafi til lands, sagði
Óli. Það hefði faðir hans séð einu
sinni.
TÍllARIT MÁLS OC MENNINGAR
225
15