Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Side 131

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Side 131
GRÁR LEIKUR skapi, honum varð svo kalt í vatni. Synda kunni hann. Og svo kunni hann nokkuð, sem enginn hinna gat leikið eftir, hann gat synt í kafi með opin augu. En hann var lítið fyrir að fara í vatn. Svo féll það tal niður. Þeir röngluðu dálítið fram og aftur og reyndu að finna upp á einhverju. En það var allt annað en auðvelt. Og enn torveldara varð það, er þeir sáu, hve leiður Albert var. Hann var leiður á öllu, hundleiður, drepleiður. Hann sagði ekki orð. Hann orkaði ekki að skipta orðum við neinn þeirra. Hann sneri baki við þeim, svo hann þyrfti ekki að hafa þá fyrir augunum. Hann var svo leiður á þeim, að því varð ekki með orðum lýst. Hann var þrútinn og krímóttur í framan af leiðindum. Þeir voru hræddir og eirðarlausir allir saman. Þeir fóru að vimsast hingað og þangað til þess að finna upp á einhverju, er gæti lífgað hann upp. í hálfum hljóðum stakk Eiríkur upp á því, að þeir skyldu kveikja bál á ströndinni. Hvílík dauðans vitleysa — þar fannst ekki þurr spýta, þótt leitað væri um allan hólmann. í vand- ræðum sínum hafði hann við orð, að þeir gætu kannski farið í indíánaleik. Albert þurfti ekki einu sinni að hneggja, hinir strákarnir blésu bara að svo toppmældum barnaskap. Nú höfðu þeir ranglað allt í kring- um hólmann og voru aftur komnir að bátnum. Albert sneri baki við þeim og geispaði. Andlitið á honum lafði niður, hann var svartur undir augun- um af ósefandi drepleiðindum. Hvernig þetta byrjaði? — Það var ómögulegt að vita með vissu, hvernig það byrjaði. Hver var það, sem sagði þessa einu setningu? Gunnar fullyrti, er þeir áttu tal um þetta seinna, að það hefði ekki verið hann. Hvítur í fram- an af æsingu æpti hann, að það hefðí alls ekki verið hann. En það var hann. Það var enginn annar en hann. Ann- ars skipti það í raun og veru ekki máli, því það var engan veginn með þeirri setningu sem það byrjaði. í raun og veru byrjaði það þegar þeir voru staddir hinum megin á hólman- um, gegnt Laufberginu. Sundið, sem skildi hólmann frá Laufberginu, var ekki svo ýkja breitt. Þeir hefðu vafa- laust getað synt þann spölinn, ef þeir hefðu kært sig um. Það var Eiríkur, sem hafði orð á því. Með vissum hætti var það því Eiríkur, sem átti upptök- in. Eiríkur kvaðst vera viss um, að hann gæti synt yfir sundið, og hann furðaði sig á að geiturnar skyldu ekki synda í land, eins og þær virtust una sér illa í hólmanum. Þá sagði Óli, að geiturnar, þær væru hræddar við vatnið, hann vissi það vegna þess að faðir hans hafði átt geitur. Geiturnar þyldu ekki vatn. Geitur þyldu ekki einu sinni rigningu. Geitur kynnu ekki að synda. Dyttu þær í djúpt vatn, þá væðu þær í kafi til lands, sagði Óli. Það hefði faðir hans séð einu sinni. TÍllARIT MÁLS OC MENNINGAR 225 15
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.