Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Side 93
SPÁMAÐURINN
hvers manns vörum. ÞjóSin mun
bera mig á höndum sér. Allur heim-
urinn mun gefa orðum mínum gaum.
Ég verð tignaSur, lofsunginn. Hugs-
un hans slær út í aSra sálma. Allt í
einu, án þess hann viti af, eru varir
hans farnar aS bærast:
Vinir mínir, þrátt fyrir allt er
framtíSin björt. Og ég veit, aS ég
mun lifa þessa björtu framtíS eins
og þiS, því aS hún er ekki langt
framundan. Hún er á næsta leiti. Já,
ég á meira aS segja eftir aS smíSa úr
viS frá hitabeltislöndunum, svo ódýr-
um, aS hver einasta fjölskylda á ís-
landi og raunar í öllum löndum eign-
azt íbúS út af fyrir sig. En hvaS ég
hlakka til aS smíSa úr þessum frá-
bæra kjörviS hitabeltislandanna. Já,
allt, sem viS þurfum á að halda til
þess að viðhalda lífi okkar, allt, sem
eykur persónuleika okkar og lífs-
hamingju mun okkur veitast.
En eiga mennirnir allt þetta skilið,
Drauma-Jói?
Vinir mínir, mannkynið hefur ekki
þjáðst til einskis í margar aldir, eða
hvað álitið þið? Þögn.
Varir hans bærast á ný. Hann veS-
ur út í miðja frásögnina.
Já, segir hann. Ég heyri fólk vera
að blessa þetta indæla veður allt í
kringum mig. Blómastúlkurnar eru
komnar á fætur og farnar að lú
blómareitina. Ég heyri fuglasönginn
í húsagörðunum og sé fuglana flögra
um grænt limið. Góðan dag, er sagt
fyrir aftan mig. Ég lít við. Þetta er
ein af blómastúlkunum. GóSan dag,
segi ég og hef gefið mig á tal við
hana ósjálfrátt. Hugur minn hlær af
fögnuði. Ég er svo glaður vegna veð-
urblíðunnar og fagna því, að vera
snemma á fótum og tala við unga og
fallega blómastúlku.
YSur hefur dottið sama lag í hug
og mér, segir hún og brosir.
HvaSa lag, segi ég undrandi, því
að ég veit ekki til þess, að ég hafi
veriS að syngja.
Lagið, sem þér voruð að syngja.
Yður hlýtur að hafa misheyrzt. Ég
var ekki að syngja.
Þér komuð nú samt syngjandi,
segir hún. Og nú gerir hún mig held-
ur en ekki forviða. Hún fer sjálf aS
tralla lagið. LagiS minnir mig á vax-
andi lífsþrótt mannanna. Ég kannast
auðvitað við lagið og verð dálítið
skömmustulegur, því ég finn, að hún
hefur rétt fyrir sér.
Já, það er annars merkilegt. YSur
hefur dottið sama lag í hug og mér,
segi ég í léttum tón.
Þessir tónar ligja í loftinu, segir
hún. Þess vegna hefur okkur dottiS
þetta lag í hug, samtímis. ÞaS er dá-
samlegt, að fjöldinn skuli vera svona
ölvaður af hinni björtu framtíð.
Okkar? segi ég.
Nei, það væri eigingimi. ÖlvuS af
hinni björtu framtíð allra manna.
Nú verð ég aftur skömmustulegur.
187