Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Blaðsíða 68
TÍMARIT máls og menningar
lærlingur í lyfjabúð í útkjálkabæn-
um Grimstad komst hann í ósátt við
heldra fólkið og varð glóheitur guðs-
afneitari og lýðræðissinni. Á bylt-
ingarárunum kringum 1848 voru
einnig hér heima í Noregi skarpar
andstæður sem leituðu framrásar.
„Febrúarbyltingin, uppreisn í Ung-
verjalandi og víðar og Slésvíkur-
stríðið — allt þetta hafði mikil og
þroskandi áhrif á mig,“ skrifaði
hann árið 1875.
Einn kafli er það í ævisögu Ibsens
sem flestir þeir er um hann hafa rit-
að hafa farið yfir á hundavaði. Það
er þáttaka hans í Thraniterhreyfing-
unni. Þessi volduga „verklýðshrevf-
ing á undan verklýðssamtökunum“
stóð á hátindi sínum um það leyti
sem ungi lyfjasveinninn frá Grim-
stad kom til Osló til að ganga undir
stúdentspróf. Ibsen var vinur Abild-
gaards og hefur að sjálfsögðu líka
þekkt Thrane. Hann ritaði í „Verk-
lýðsfélagsblaðið“ og kenndi um
skeið við skóla hreyfingarinnar. 1
blaðinu eru einkum nokkur pólitísk
háðkvæði, nafnlaus, sem víst er að
Ibsen hefur ort. Til að mynda eftir-
farandi vísu um frjálslynda stjórn-
málamanninn Stabell, ritstjóra
„Morgunblaðsins“ sem farinn var að
gerast all-íhaldssamur. Vísan lýsir
afstöðu hins unga Ibsens til frjáls-
lyndra borgara:
Hr. Stabell, han er en forslagen fyr,
han har sig en dobbelt tunge —
den ene hvisker saa sagtelig, —
den anden heel lifligt mon sjunge.
Ásamt tveimur kotbændasonum,
Aasmund Vinje og Paal Botten-Han-
sen, reyndi Ibsen að viðhalda bar-
áttunni á bókmenntasviðinu. En
tímarit þeirra varð brátt hungur-
morða. Og pólitíska undirstéttar-
hreyfingin sem Thrane hafði komið
af stað var barin niður með lög-
regluógnum. Afturhaldið fékk byr
undir báða vængi, miklir „uppgangs-
tímar“ hófust í atvinnulífinu og
Ameríka bauð fátækum og ofsóttum
hæli. Þar höfnuðu margir fyrrver-
andi fylgjendur Thranes.
Árin kringum miðja öldina hafa
verið kölluð „hið þjóðlega-róman-
tíska“ tímabil Ibsens. Sé lagður sá
skilningur í þessi ummæli að Ibsen
hafi þá sagt skilið við sína „bylt-
ingarsinnuðu“ fortíð er hann full-
komlega rangur. Beztu sögulegu
sjónleikirnir sem hinn ungi Ibsen
skrifaði eru einkennilega lausir við
„rómantík“ í þýzk-dönskum skiln-
ingi. í öðrum leikritum, sem hann
ekki taldi þess virði að tekin vrðu í
„Ritsafn“ sitt, hefur hann að vísu
samið sig að tíðarandanum. Seinna
fyrirvarð hann sig fyrir að hafa tek-
ið þátt í að „prýða þil jötnahallar-
innar“ „til ununar dvergum“. Öll
æskuverk Ibsens eru þrungin árekstr-
um milli þess sem hann áleit „köll-
un“ sína, að standa fremst í fylk-
162