Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Blaðsíða 115
SIGMUND FREUD
Þannig fór og með kenningar
Freuds og aðferð. Hvorttveggja olli
miklum deilum í fyrstu, sumir að-
hylltust þær með hrifningu, en aðrir
fundu þeim flest til foráttu.
Þessar deilur hefur nú lægt.
Reynsla og rannsóknir síðustu ára-
tuga hafa gert okkur kleift að meta
verk Freuds hlutlægar en hægt var í
fyrstu.
Flest mikilvægustu atriðin í kenn-
ingum hans virðast hafa staðizt dóm
reynslunnar, nokkur geta orkað tví-
mælis, e. t. v. fyrst og fremst vegna
þess að félagslegar aðstæður og lífs-
viðhorf fólks er ekki alls staðar eins,
eða hafa breytzt, síðan kenningamar
voru settar fram, en mörg sálfræði-
leg fyrirbrigði eru háð menningu og
félagslegum aðstæðum á hverjum
stað og hverjum tíma, en breytast
með breyttum hugsanavenjum og
siðum.
Ég skal nú í stuttu máli gera grein
fyrir ævi Freuds og starfi. Þá aðferð
hans, aðalatriðum fræðikenninga og
loks reyna að meta gildi þeirra fyrir
nútímann.
Sigmund Freud fæddist 6. maí
1856 í Freiberg í Mæri, sem þá var
hluti Austurríkis, en er nú í Tékkó-
slóvakíu. Hann var af gyðingaætt-
um. Fjögurra ára fluttist hann til
Vínarborgar með foreldrum sínum.
Þar nam hann síðar læknisfræði.
Beindist áhugi hans einkum að hinni
fræðilegu hlið hennar, og stundaði
hann rannsóknir í lífeðlisfræði um
6 ára skeið, áður en hann lauk emb-
ættisprófi. Fékkst hann einkum við
athuganir á starfsemi taugakerfisins
og mun hafa skrifað nokkrar ritgerð-
ir um þessar rannsóknir, sem athygli
vöktu. En Freud átti eftir að verða
frægari fyrir rannsóknir á öðru sviði
síðar.
Þrítugur að aldri fór Freud að
fást við almennar lækningar. Dvaldi
hann um skeið i París til að afla sér
sérþekkingar í sálsýkifræði, en þar
var þá miðstöð þeirra fræða í Evr-
ópu. í París kynntist Freud mörgum
þekktustu sálsýkifræðingum þeirra
tíma og skoðunum þeirra. Um þær
mundir, eins og reyndar oft fyrr og
síðar, voru allmjög skiptar skoðanir
meðal vísindamanna um eðli og or-
sakir geðrænna truflana. Ný sjónar-
mið, sem lögðu áherzlu á mikilvægi
félagslegra orsaka geðtruflana, voru
að koma fram, og nýjar aðferðir í
geðlækningum voru að ryðja sér til
rúms.
Freud byrjaði brátt að beita nýrri
tækni við lækningatifraunir sínar.
Var hún í aðalatriðum fólgin í því
að tala við sjúklingana, láta þá segja
frá hverju því, sem þeim kom í hug,
og hjálpa þeim að leita að orsökum
geðtruflana, sem Freud taldi fólgnar
í atburðum og sálrænum áföllum í
bemsku.
Freud vann fjölda ára að því að
fullkomna þessa aðferð sína og gera
TÍMARIT máls og mennincar
209
14