Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Qupperneq 44
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Þýzkalands. Hann hataði England
alla stund síðan. En í hinu litla ferða-
bókarkorni brá hann upp smámynd
af sögulegri þróun hins borgaralega
þjóðfélags í Evrópu, er margir sagn-
fræðingar þeirra tíma hefðu ekki
getað leikið eftir honum.
Hin stutta dvöl Heines á Englandi
brýndi skilning hans á þjóðfélags-
legum vandamálum samtíðarinnar,
kenndi honum að rýna á bak við
ytra borð pólitískra stofnana og
skoðana. Þetta kom honum að góð-
um notum, þegar hann settist að í
Parísarborg, er hafði varpað af sér
oki stjórnarvaldanna í tveimur bylt-
ingum. Hann þekkti ekki þessar bylt-
ingar nema af bókum og úr fjarska.
Nú átti hann kost á að kynna sér
árangur þeirra og afrek af eigin sjón
og raun.
Franskur kvenrithöfundur hefur
sagt, að París væri eini staðurinn í
Evrópu, þar sem menn gætu lifað án
hamingju. Töfrar þessarar borgar,
hinar ríku sögulegu erfðir hennar,
þar sem hver götusteinn hafði gegnt
herþjónustu í þágu veraldarsögunn-
ar, urðu mörgum pólitískum flótta-
manninum huggun í útlegðinni. Svo
varð einnig um Heine.
í Parísarborg varpaði Heine sér í
faðm þeirrar lífsnautnar, sem hann
hafði jafnan þráð, lífsnautnar, er
svalaði jafnt fýsnum holds hans og
anda. Hann er tíður gestur í sam-
kvæmissölum hinnar menntuðu borg-
arastéttar, kynnist öllum andans
mönnum Parísar, skáldum og vís-
indamönnum, alls staðar er honum
vel fagnað, Balzac og Dumas, Sue og
George Sand sækjast eftir samneyti
við þennan unga fagra og fyndna
Þjóðverja, sem hefur orðið land-
flótta frá ættlandi sínu. Hann er að
vísu gestur, en mjög kær gestur Par-
ísar, engum dettur í hug að bregða
honum um hinn júðska uppruna
hans, hann nýtur gistivináttu og
jafnræðis, sem honum hafði jafnan
verið meinað í Þýzkalandi. Og hinar
alþýðlegu, léttstígu og brosmildu
grísettur Parísar neituðu ekki heldur
hinum þyrsta, göngumóða gesti um
svaladrykkinn, er hann guðaði á
glugga þeirra, hann þakkaði nætur-
greiðann með Ijóðum, og nöfn þeirra
er að finna í goðastúku hans: Sera-
phine, Angelique, Diane, Hortense,
Klarisse, Yolante, Marie, Emma —
þetta er nöfnin á legsteinum hinna
mörgu Parísarásta skáldsins. Hann
drakk þessum stúlkum hvert full til
botns, en í dreggjunum fólst lífsleið-
inn:
Schon mit ihren schlimmsten Schatten
Schleicht die böse Nacht heran;
Unsre Seelen, sie ermatten,
Gahnend schauen wir uns an.
Du wirst alt und ich noch alter,
Unser Friihling ist verbliiht.
Du wirst kalt und ich noch kalter,
Wie der Winter naher zieht.
138