Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Side 30

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Side 30
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR bráð. Reine er umdeildasti maður þýzkra bókmennta á 19. öld, og það eitt er kannski órækasta sönnun þess, að þetta skáld, er orti einhver létt- fleygustu ljóð þýzkrar tungu, var ekki dægurfluga, ekki fiðrildi, sem ætlað er líf til eins sumars. Hinir vísu og hálærðu bókmenntafræðing- ar Þýzkalands velta vöngum yfir því,. hvort telja megi Heine til hinna sí- gildu, hvort skipa megi líkneskju hans í sjálfa goðastúku þýzkra bók- mennta. Velti þeir vöngum, blessað- ir, um alla eilífð! Jafnvel nazistar gátu ekki annað en prentað Die Lorelei í alþýðlegar vísnabækur. En svo sem þjófa er siður, þá stálu þeir auðvitað höfundarrétti skáldsins. í alþýðlegum vísnabókum nazistatíma- bilsins segir, að kvæði þetta sé eftir „óþekktan höfund“. En kvæðið sjálft fengu þeir ekki afmáð, þótt þeir væru allir af vilja gerðir. Undir lok 18. aldar bjuggu í Diis- seldorf hjá Rín hjónin Samson Heine og Betty Heine, f. van Gel- dern. Þau voru bæði af júðsku kyni og fremur félítil. Hinn 13. desember 1797 fæddist þeim Heinehjónum sonur, sem kallaður var Harry. Að loknum barnaskólalærdómi var Harry litla komið fyrir í eins konar menntaskóla, en lauk þar ekki námi að fullu, að því er virðist, og fór þaðan á verzlunarskóla. Það var kaupmannsblóð í ættinni, og árið 1815 fór Samson Heine með son sinn til Frankfurt am Main og þar skyldi hann læra íþrótt kaupmennsk- unnar. En pilturinn var lítt til þess- arar listar fallinn. Eftir nokkurra mánaða reynslu sögðu tveir hús- bændur honum upp stöðunni og töldu hann alls ófæran til að gegna hinum göfuga starfa bankareksturs og kryddvöruverzlunar. Hvarf Harry þá heim til foreldra sinna. en árið 1816 liggur leið hans til Hamborgar og þar er hann settur á skrifstofu í fyrirtæki Salómós Heine, föður- bróður síns. Salómó Heine hafði komið félaus unglingur til Hamborg- ar, en rifið sig upp með miklum dugnaði og var orðinn forríkur mað- ur. Svo virðist sem Harry Heine hafi lagt sig allan fram til að læra fjár- málalist hjá frænda sínum, að minnsta kosti reyndi Salómó að koma undir hann fótunum, því að árið 1818 sprettur upp í viðskipta- heimi hinnar öldnu Hamborgar vefn- aðarvöruverzlun ein, er ber nafnið „Harry Heine & Co.“ Ari síðar, 1819, er fyrirtæki þetta auglýst til gjaldþrotaskipta, og lauk svo fjár- málaferli hins unga manns. Það var sýnilegt, að kaupmaður yrði Harry Heine aldrei — strákasn- inn — eins og Salómó var vanur að kalla hann. En gamla manninum var ekki alls varnað, þótt hornhögld væri, og liann féllst á að kosta strák- inn til mennta, þó með því skilyrði, að hann lærði eitthvað, sem gagn 124
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.