Tímarit Máls og menningar - 01.12.1956, Blaðsíða 28
TIMARIT máls og menningar
bauð vini sínum heim til sín. Þeir
drekka full dýrlingsins og svo sem
jafnan er siður, þegar íslendingar
drekka saman, tveir eða fleiri, þá
berst talið að skáldskap. Þegar þeir
höfðu rabbað um stund tók gestur-
inn að raula kvæðið Die Grenadiere,
og lætur síðan þau orð falla, að mik-
ið og gott skáld hafi Schiller verið.
Það munaði minnstu að svarta-
dauðasopinn færi öfugur niður
kverkarnar á húsráðanda. „Já, en
Die Grenadiere eru eftir Heine!“
segir hann. „Hvaða bull, þeir eru
eftir Schiller,“ svarar gesturinn, og
þrátta þeir nú um þetta um stund.
Þá man húsráðandi allt í einu eft-
ir því, að frammi í eldhúsi er há-
menntuð þýzk bankastjóradóttir að
búverka. Hann kallar: „Fraulein
Hildegard!“ Stúlkan kemur inn,
kurteis að vanda, og segir: „Já,
herra minn?“ — „Segið mér, Frau-
lein Hildegard, eru Die Grenadiere
ekki eftir Heine?“
Bankastjóradóttirin frá Hamborg
horfir á hann bláeygð og spyrjandi
og svarar: „Heine? Wer ist denn
das?“
Já, hver var hann þessi Heine?
Sonur byltingarinnar
Árið 1823 gengur ungur maður,
fölleitur, búinn ferðafötum, fram hjá
húsi einu í Hamborg. Húsið er mik-
ið og skrautlegt, því að þarna býr
auðugasti maður Hamborgar,
Salómó Heine, bankastjóri og tíður
gestur á kauphöllinni. Kornung
stúlka, dóttir bankastjórans, stendur
við gluggann og horfir forvitnislega
á þennan einmana ferðalang:
Wer bist du, und was fehlt dir,
du fremder, kranker Mann?
Ich hin ein deutscher Dichter,
hekannt ini deutschen Land;
nennt man die besten Namen,
so wird auch der meine genannt.
Und was mir fehlt, du kleine,
felilt manchem im deutschen Land;
nennt man die schlimmsten Schmerzen,
so wird auch der meine genannt.
Skiptir nokkru máli, hvort þessi
sviðsetning hafi í raun og veru átt
sér stað? Nei, hitt skiptir máli, að
Heine hefur í þessum ljóðlínum túlk-
að betur ævi sína en margir þeirra
gagnrýnu höfunda, sem hafa eytt
heilli mannsævi í að rannsaka lífs-
feril hans. Heine var rúmlega hálf-
þrítugur, er hann orti þetta ljóð,
nafntogaður þá þegar um allan hinn
þýzkumælandi heim. Um þetta efast
enginn. Hins vegar hafa margir bók-
menntafræðingar og gagnrýnendur
eftir skáldsins dag efazt um, að hann
hefði verið slíkur harmkvælamaður,
svo sem hann sjálfur vottar. Hundr-
að árunt eftir dauða skáldsins loga
deilurnar um hann, um skáldskap
hans og persónu, og það virðist eng-
in von um, að þeim deilum ljúki í
122